„Mál og menning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Stofnun ==
Útgáfufélagið Mál og menning var stofnað [[17. júní]] 1937 af bókaútgáfunni [[Heimskringla (bókaútgáfa)|Heimskringlu]], sem [[Kristinn E. Andrésson]] hafði stofnað 1934 ásamt [[Ragnar í Smára|Ragnari Jónssyni]] í Smára og fleirum, og [[Félag byltingarsinnaðra rithöfunda|Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda]] en í því voru meðal annars þeir Kristinn E. Andrésson, [[Halldór Laxness]], [[Steinn Steinarr]], [[Jóhannes úr Kötlum]] og [[Halldór Stefánsson]]. Árið 1944 keypti Kristinn Ragnar út úr Heimskringlu og innlimaði þá útgáfu í Mál og menningu en Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson fylgdu báðir Ragnari þegar hann stofnaði bókaútgáfuna [[Helgafell (bókaútgáfabókaforlag)|Helgafell]], þótt Halldór sæti raunar áfram í stjórn MM.
 
Mál og menning var upphaflega [[bókaklúbbur]] sem fólk gekk í, greiddi áskriftargjald og fékk sendar bækur. Fyrstu útgáfubækurnar voru Vatnajökull eftir Niels Nielsen og þriðja hefti tímaritsins [[Rauðir pennar]], sem Félag byltingarsinnaðra rithöfunda hafði gefið út frá 1935, en fyrsta skáldsagan, gefin út 1938, var ''Móðirin'' eftir [[Maxím Gorkí]]. Markmiðið var að gefa út góðar bækur á lágu verði. Töluvert var gefið út af þýddum bókum, svo og rit eldri íslenskra höfunda, en fremur fáar bækur eftir samtímahöfunda fyrstu árin. Á fyrstu sjö árunum urðu félagsmenn í MM á sjöunda þúsund. Fljótlega var stofnuð bókaverslun í tengslum við útgáfuna, [[Bókabúð Máls og menningar]].
 
== Stjórnendur og stefna ==
[[Kristinn E. Andrésson]] var [[framkvæmdastjóri]] Máls og menningar frá stofnun [[1937]] til [[1971]] og setti mikinn svip á starfsemi félagsins allan þann tíma. [[Sigfús Daðason]] tók þá við og stýrði félaginu til 1973, þegar Þröstur Ólafsson tók við en Sigfús varð útgáfustjóri. Þorleifur Hauksson var útgáfustjóri 1976-1982 og síðan Þuríður Baxter. Þröstur var framkvæmdastjóri til 1980 og síðan Ólafur Ólafsson og Ólöf Eldjárn. Árið 1984 tók svo ný kynslóð við þegar [[Halldór Guðmundsson]] varð útgáfustjóri og Árni Einarsson framkvæmdastjóri og í tíð þeirra varð Mál og menning stærsta og öflugasta bókaútgáfa landsins.
 
Félagið var lengi tengt við [[sósíalistar|sósíalista]] á Íslandi og virðist hafa fengið fjárstyrki[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=90515] frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] á tímum [[kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Forlagið hafði lengi aðsetur á Laugavegi 18, í húsi sem reist var þar 1970 og oft nefnt ''Rúblan'' vegna orðrómsins um „Rússagullið“.