„John von Neumann“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: yo:John von Neumann
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''John von Neumann''' fæddur sem '''Neumann Janós''' ([[28. desember]] [[1903]] í [[Ungverjaland]]i – [[8. febrúar]] [[1957]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]) var ungversk-bandarískur [[stærðfræðingur]] sem gerði mikilvægar uppgötvanir á sviði [[skammtafræði]], [[tölvunarfræði]], [[hagfræði]], [[grúpufræði]] sem og í mörgum öðrum greinum [[stærðfræði]]nnar.
 
John von Neumann var elstur þriggja systkina. Foreldrar hans voru ''Neumann Miksa'', bankastarfsmaður, og ''Kann Margit''. John fæddist inn í [[gyðingur|gyðingafjölskyldu]] en iðkaði þau trúarbrögð aldrei. Á ungum aldri sýndi hann mikla minnishæfileika og gat deilt í átta stafa [[tölur]] í huganum þegar hann var aðeins sex ára. Árið [[1911]] stundaði hann nám í [[Marteinn Lúther|lúterskum]] [[framhaldsskóli|framhaldsskóla]]. Neumann varð síðar doktor í [[stærðfræði]] frá Háskólanum í [[Búdapest]] þegar hann var 23 ára. Á árunum [[1926]] til [[1930]] starfaði hann svo sem fyrirlesari í [[Þýskaland]]i.
 
Árið [[1930]] var honum boðið til [[Princeton University|Princeton]] háskóla, og var þar valinn sem einn fjögurra fyrstu starfsmanna í háfræðarannsóknastofnun þar (Institute for Advanced Study). Þar var hann prófessor í stærðfræði frá stofnun deildarinnar árið [[1933]] þar til hann lést. Í [[seinni heimstyrjöld]] hjálpaði hann til við þróun [[kjarnorkusprengja|kjarnorkusprengjunnar]] í [[Manhattan verkefnið|Manhattan verkefninu]], en rétt fyrir dauða sinn varð hann forstöðumaður bandarísku [[AEC|kjarnorkumálanefndarinnar]].