„Jósefos Flavíos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m r2.5.1) (robot Bæti við: hu:Iosephus Flavius
LokiClock (spjall | framlög)
Lína 9:
 
== Bækur Jósefusar ==
Bókin um ''Gyðingastríðin'' eru skrifuð að beiðni þeirra feðga Vespasíanusar og Títusar og kom væntanlega út stuttu eftir að stríðinu lauk endanlega árið [[73]]. Hún er skrifuð á [[arameíska|arameísku]], móðurmál Jósefosar, en seinna þýddi hann hana á [[forngríska|grísku]] með aðstoð annarra. Aðeins eru til grískar útgáfur af ritinu. Tuttugu árum seinna skrifaði hann helsta rit sitt, ''Sögu Gyðinga'' en þá var [[Dómítianus]] orðinn keisari, bróðir Títusar.
 
Árið [[97]] skrifaði hann rit þar sem hann svarar gagnrýni á söguriti sínu. Grikkinn Apíon dró í efa að fornsögur af Gyðingum gætu verið sannar og benti meðal annars á að [[Heródótos]] sagnfræðingur sem skrifaði um þjóðir heims á fimmtu öld f.o.t. minnist ekkert á Gyðinga.