„Hebreska“: Munur á milli breytinga

13 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
Bókstafirnir ''he, vav'' og ''yod'' geta táknað samhljóðana /h/, /v/ og /j/ eða komið í stað sérhljóða og nefnast þeir þá „emot q´ria“ (matres lectionis á latínu eða „mæður lestrar“ á íslensku).
 
Stafurinn he í enda orðs táknar venjulega sérhljóðann /a/ sem venjulega þýðir að orðið er kvenkyns eða sérhljóðan /e/ sem þýðir yfirleitt að orðið er karlkyns. Í fáum tilfellum getur það táknað /o/ til dæmis í שְׁלֹמֹה (Shlomo, Solomon). He getur líka verið eignarfalls viðskeyti fyrir 3. persónu eintölu kvenkyni og er þá ekki matris lectionis heldur samhljóðinn /h/ en í hebresku talmáli er þessi greinarmunur sjaldan gerður.
 
Vav getur táknað /o/ eða /u/, og yod getur táknað /i/ eða /e/. Stundum er tvöfalt yod notað fyrir /ej/ eða /aj/ (þessi ritvenja þróaðist úr [[Jiddíska|jiddísku]]). Í sumum ísraelskum nútímatextum er stafurinn alef notaður til að tákna langt /a/ í erlendum nöfnum, einkum af arabískum uppruna.
 
== Áherslutákn ==
Óskráður notandi