„Sumarólympíuleikarnir 1952“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
Lína 67:
Knattspyrnumenn höfðu hug á að taka þátt á leikunum, enda fullir sjálfstrausts eftir óvæntan 4:3 sigur á Svíum á [[Melavöllurinn|Melavellinum]] 1951. Kostnaður við slíkt ævintýri reyndist þó að lokum of mikill. Einnig var hætt við að senda [[sund (hreyfing)|sundfólk]] á leikana af sömu ástæðu.
 
Níu frjálsíþróttamenn kepptu fyrir Íslands hönd, allt karlar. Það voru [[hlaup|hlaupararnir]] Ásmundur Bjarnason, Pétur Fr. Sigurðsson, Guðmundur Lárusson, Hörður Haraldsson, Ingi Þorsteinsson og Kristján Jóhannsson. [[Stangarstökk|Stangarstökkvarinn]] [[Torfi Bryngeirsson]] og [[kringlukast|kringlukastararnir]] Friðrik Guðmundsson og Þorsteinn Löve.
 
Tíundi íþróttamaðurinn var [[tugþraut|tugþrautarkappinn]] [[Örn Clausen]]. Miklar vonir voru bundnar við þátttöku hans, en Örn tognaði illa eftir að til Helsinki var komið og gat því ekki tekið þátt. Kristján Jóhannsson setti eina Íslandsmetið á leikunum þegar hann náði 26. sæti í 10.000 metra hlaupi. Aðrir keppendur voru nokkuð frá sínu besta.