„Þykkvibær“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 12:
 
== Strand í Þykkvabæjarfjöru ==
16. febrúar 1981 um miðnætti hrakti vs. Heimaey VE 1 112 tonna stálskip í ofsaveðri að Þykkvabæjarfjörum og strandaði. Hafði skipið verið að netaveiðum og fengið netin í skrúfuna svo vél þess stöðvaðist. Margar tilraunir voru gerðar til að koma dráttartaug í skipið en þær mistókust allar, enda veðrið óskaplega slæmt. Þegar skipið fór gegnum brimgarðinn, kom mikill brotsjór yfir skipið og tók með sér tvo menn af tíu sem um borð voru. Þeir drukknuðu báðir en þeir hétu:
Í febrúar árið 1981 strandaði vélskipið Heimaey frá Vestmannaeyjum við Hólsársósa í aftakaveðri og tóku tveir menn út rétt við brimgarðinn.
Albert Ólafsson 20 ára háseti fæddur í Vestmannaeyjum 12. mars 1960. Hann stundaði ýmsa verkamannavinnu og starfaði lengst hjá Vestmannaeyjabæ, en þetta var hans fyrsta úthald til sjós. Hann lætur eftir sig unnustu.
Guðni Torberg Guðmundsson 20 ára háseti fæddur á Selfossi 15. maí 1960. Hann hafði búið í Vestmannaeyjum í tíu ár. Guðni Torberg var verkamaður í Vinnslu-stöðinni HF í Vm. áður en hann réð sig á Heimaey VE en hann var að byrja sína sjómennsku er hann réð sig á skipið. Hann var einhleypur.
 
http://nafar.blog.is/blog/nafar/entry/376762/
 
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=319228
 
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2875842