„Kjölur (fjallvegur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Flokkar
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Kjalvegur.PNG|thumb|Kjalvegur merktur inn á Íslandskort]]
[[Mynd:Hrútfell.jpg|thumb|right|Hrútfell á Kili. Langjökull í baksýn.]]
'''Kjölur''' er landsvæði og [[fjallvegur]] ('''Kjalvegur''') á hálendi Íslands, austan [[Langjökull|Langjökuls]] en vestan vo' [[Hofsjökull|HofsjökulsHofsjökul]]. Norðurmörk Kjalar eru yfirleitt talin vera við Svörtukvísl og Seyðisá en að sunnan afmarkar [[Hvítá (Árnessýslu)|Hvítá]] Kjöl. Kjölur er nú afréttarland [[Biskupstungur|Biskupstungna]] en tilheyrði áður bænum [[Auðkúla|Auðkúlu]] í [[Húnaþing]]i.
 
Kjölur er í 600-700 metra hæð yfir sjávarmáli og að miklu leyti berar melöldur, sandar og hraun á milli lágreistra fella. Hærri fjöll eru þar einnig svo sem [[Hrútfell]] (1410 m) og Kjalfell (1000 m). Þar eru líka gróin svæði, einkum í [[Hvítárnes]]i og í [[Þjófadalir|Þjófadölum]]. Áður var Kjölur mun meira gróinn. Norðan til á Kili er jarðhitasvæðið [[Hveravellir]], sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna.
 
Nyrst á Kili er Dúfunefsfell, 730 m hátt, og sunnan við það eru sléttir melhjallar sem talið er að geti verið Dúfunefsskeið, sem nefnt er í landnámu, í frásögninni af [[Þórir dúfunef|Þóri dúfunef]] landnámsmanni á [[Flugumýri]] og hryssunni Flugu.
 
Kjalvegur hefur verið þekktur frá upphafi Íslandsbyggðar og eru frásagnir í [[Landnáma|Landnámu]] af landkönnun skagfirskra landnámsmanna en það var Rönguður, þræll [[Eiríkur Hróaldsson|Eiríks í Goðdölum]], sem fann Kjalveg. Vegurinn var fjölfarinn fyrr á tíð og raunar helsta samgönguleiðin milli Norður- og Suðurlands. Í [[Sturlunga|Sturlungu]] eru til dæmis margar frásagnir af ferðum yfir Kjöl, oft með heila herflokka.

Seint á 18. öld létu [[Reynistaðarbræður]] og förunautar þeirra lífið við [[Beinahóll|Beinahól]] á Kili og er sagt að enn sé reimt þar í kring. Eftir það fækkaði ferðum um Kjöl en þær lögðust þó aldrei alveg af.
 
Kjalvegur er um 165 km frá [[Eiðsstaðir|Eiðsstöðum]] í [[Blöndudalur|Blöndudal]] suður að [[Gullfoss]]i og er fólksbílafær á sumrin. Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um að leggja heilsársveg um Kjöl. Gamli Kjalvegurinn liggur nokkuð vestan við bílveginn og er enn notaður sem göngu- og reiðvegur.