„Færeyska lögþingið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
vegna stýrir alltaf eignarfalli
Lína 8:
 
Þann 26. mars 1852 samþykkti danska þingið lög um að lögþing Færeyinga skyldi endurreist. Það fékk þó ekki löggjafarvald heldur var það aðeins ráðgefandi. Endurrreista lögþingið hélt áfram þeim forna sið að halda fyrsta fund sinn ár hvert á [[Ólafsvaka|Ólafsvökunni]], eftir að þingmenn höfðu verið til guðþjónustu í [[Hafnarkirkja (Þórshöfn)|Hafnarkirkju]].
[[File:Faroe stamp sheet 417-418 logting 150 years.jpg|thumb|Færeyskt frímerki vegna 150 ára afmæliafmælis lögþingsins, árið 2002.]]
 
Ýmsar breytingar hafa orðið á starfsemi Lögþingsins frá 1852 til dagsins í dag. Á endureista lögþinginu var [[Amtmaður Færeyja|amtmaður]] forseti þings en árið 1923 var gerð breyting og [[lögþings formaður]] valinn af þingmönnum. Árið 1935 fékk lögþingið heimild til að leggja á skatt og í [[síðari heimsstyrjöld]], þegar Færeyjar voru hernumdar af Bretum, hafði þingið í raun löggjafarvald. Heimsstyrjöldinni lauk [[1945]] og þá var sjálfsstjórn Færeyinga orðin svo styrk í sessi að enginn vildi fara aftur í gamla farið. Eftir langar samningsviðræður á milli Færeyja og Danmerkur og eina [[þjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum 1946|þjóðaratkvæðagreiðslu]], þar sem naumur meirihluti var fyrir [[sjálfstæði]]syfirlýsingu, voru heimastjórnarlögin sett þann 1. apríl 1948. Með þeim lögum fékk færeyska lögþingið löggjafarvald í flestum málum. Með stjórnarskipunarlögum frá 1995 var [[þingræði]] fastsett sem meginregla og þar með var þingið orðið líkt öðrum þingum á [[Norðurlönd]]unum. Nú er verið að vinna að því að semja stjórnarskrá fyrir Færeyjar.