Munur á milli breytinga „Grímur Jónsson (amtmaður)“

m
Myndir.
m (Myndir.)
[[Mynd:Möðruvellir01.jpg|thumb|right|Kirkjan á Möðruvöllum. Grímur amtmaður var jarðsettur í „fátækrareit“ við kirkjuna að eigin ósk.]]
'''Grímur Jónsson''' ([[12. október]] [[1785]] – [[7. júní]] [[1849]]) (skrifaði sig sjálfur '''Grímur Johnsen''') var amtmaður norðan og vestan á Íslandi og bæjarfógeti í Danmörku.
 
 
Í febrúar [[1826]] brann bærinn á Möðruvöllum. Fólkið komst allt út en fáu tókst að bjarga og meðal annars glataðist mikið af skjölum amtsins. Skrifari amtmanns, [[Baldvin Einarsson]] frá [[Hraun í Fljótum|Hraunum]] í [[Fljót (Skagafirði)|Fljót]]um, bjargaðist naumlega og þurfti að stökkva út um loftglugga á nærfötunum. Fáeinum árum síðar fórst hann af völdum bruna í [[Kaupmannahöfn]]. Sjálfur brenndist Grímur í andliti og bar ör lengi. Nýtt hús var reist á Möðruvöllum sem kallað var ''Friðriksgáfa'', því að [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðrik konungur]] veitti fé til byggingarinnar, og var það eitt stærsta og glæsilegasta hús landsins á sinni tíð. Það brann [[1874]].
[[Mynd:Kbh St Pedersgade 29.jpg|thumb|left|Á 2. hæð þessa húss í Kaupmannahöfn bjó fjölskylda Gríms á meðan hann var einn á Einbúasetrinu (Möðruvöllum).]]
 
Kona Gríms, sem var dönsk, sætti sig illa við að búa á Íslandi þrátt fyrir ný húsakynni og fór svo að fjölskyldan fluttist aftur til Danmerkur og Grímur varð bæjarfógeti í [[Middelfart]] á [[Fjón]]i. Á meðan hann var þar sat hann á [[stéttaþing]]um í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] 1840 og 1842 sem konungkjörinn þingmaður fyrir Ísland og [[Færeyjar]]. Hann var þó aldrei ánægður í Middelfart, vildi aftur til Íslands, og vorið [[1842]] var hann aftur skipaður amtmaður norðan og vestan. Kona hans og börn fóru þó ekki með honum til Íslands, heldur settust þau að í Kaupmannahöfn. Var Grímur því oft einmana á Möðruvöllum og kallaði hús sitt ''Einbúasetrið''. Tvær dætur Gríms komu þó til hans nokkrum árum síðar og voru hjá honum á Möðruvöllum þar til hann lést.