„Star Trek“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: la:Star Trek; kosmetiske ændringer
Lína 6:
Star Trek heimurinn gengur út á það að mannkynið hefur, ásamt íbúum fleiri [[reikistjarna]], sameinast í [[United Federation of Planets]] (oft kallað Federation í þáttunum) og vinna þar með saman að þeim vandamálum sem koma upp. Helstu einkenni þáttanna er afnám [[gjaldmiðill|gjaldmiðla]] (þ.e.a.s. peninga), [[kynjamisrétti]]s, [[kynþáttahatur]]s og síðan eru [[sjúkdómur|sjúkdómar]] sjaldgæfir.
 
== Saga ==
=== Upphafið og fyrsta Star Trek þáttaröðin ===
Árið [[1964]] gerði Roddenberry þriggja ára þróunarsamning við fyrirtækið [[Desilu]] sem síðar var keypt af fyrirtækinu [[Gulf+Western]] sem síðar [[sameining|sameinaðist]] fyrirtækinu [[Paramount Pictures]]. Leitin að [[sýningaraðili|sýningaraðila]] hófst og var prufuþátturinn The Cage, með þáverandi [[kærasta|kærustunni]] hans, [[Majel Barret]], sem „númer eitt“, framleiddur og hann lagður fyrir stjórnendur margra sjónvarpsstöðva. [[NBC]] sjónvarpsstöðin hafnaði þættinum í fyrstu en voru hrifnir af hugmyndinni svo þeir létu framleiða annan prufuþátt sem hét Where No Man Has Gone Before. Sú hugmynd var samþykkt og hófst framleiðsla á þáttaröðinni Star Trek, sem síðar var kölluð [[Star Trek: The Original Series|The Original Series]] til aðgreiningar frá öðrum Star Trek þáttaröðum. Hún var fyrst sýnd reglulega árið 1966 eða þremur árum eftir að bresku vísndaskáldsögu-þáttunum [[Doctor Who]] hófu göngu sína og er það eina vísindaskáldsögu-þáttaröðin sem er langlífari en Star Trek.
 
Lína 14:
The Original Series (kölluð ''TOS'') náði því miður ekki þeim vinsældum sem var krafist og var framleiðslu hætt á henni eftir 3 tímabil. Hins vegar komust framleiðendurnir að því að miklir peningar streymdu inn vegna [[endursýning]]a á þáttunum og var því ákveðið að framleiða fleiri þætti sem áttu að bera nafnið [[Star Trek: Phase II]] og áttu sýningar að hefjast árið [[1978]] en það varð ekkert úr því vegna vinsælda kvikmyndarinnar [[Star Wars: A New Hope]] en þess í stað var ákveðið að setja saman nokkur handrit og framleiða kvikmyndina [[Star Trek: The Motion Picture]].
 
=== Star Trek: The Animated Series ===
[[Teiknimyndaþáttur|Teiknimyndaþættir]] voru í bígerð áður en til kvikmyndarinnar kom en þeir kölluðust [[Star Trek: The Animated Series]] og ljáðu flestir leikararnir úr fyrri Star Trek þáttaröðinni leikraddir í þessari [[Filmation]] framleiðslu, fyrir utan [[Walter Koenig]] (sem lék [[Pavel Chekov]]), þar sem ekki voru nægir fjármunir til að ráða alla leikarana. Tilgangurinn með teiknimyndaþáttunum var sá að halda áfram með söguna þar sem TOS hætti en nú yrðu engin takmörk hvað varðar leikmuni, sérsniðna búninga fyrir leikara eða dýrar tæknibrellur. Var hann í gangi í 2 tímabil ([[1973]]-[[1974]]) þar til framleiðslu var hætt og voru framleiddir tuttugu og tveir 30 mínútna þættir. Gene Roddenberry bað sérstaklega, rétt fyrir dauða sinn, um að þeir myndu ekki teljast sem opinber hluti Star Trek línunnar en ekki er vitað hvort að það sé ástæðan fyrir því að Paramount gerði það.
 
=== Star Trek: The Next Generation ===
Ný Star Trek þáttaröð, [[Star Trek: The Next Generation]] (kölluð ''TNG''), fór í framleiðslu og var sýnd á árunum [[1987]] til [[1994]] og var þá geimskipið [[Enterprise]], um öld eftir kaftein [[James T. Kirk|Kirk]], undir stjórn [[Jean-Luc Picard]] (leikinn af [[Patrick Stewart]]). Þáttaröðin var eingöngu framleidd fyrir endursýningarnar og náði því takmarki að vera sú Star Trek þáttaröð, fyrr og síðar, sem var oftast endursýnd. Ólíkt ''TOS'', þá fjallaði hún meira um [[tímaferðalag|tímaferðalög]], persónuumfjöllun, [[náttúruhamfarir]], sögur sem fjölluðu ekki um kynningu á nýjum geimverum og auk þess reynir áhöfnin oftar en gamla áhöfnin að grípa til friðsamlegra lausna á aðstæðum sem koma upp. Árið [[1991]] endaði framlag Gene Roddenberrys til Star Trek vörulínunnar með andláti hans en framleiðsla þáttanna hélt áfram næstu 3 árin undir stjórn [[Rick Berman]]s en þá var meira um [[hasar]] og [[ágreiningur|ágreining]].
 
=== Kvikmyndir ===
5 kvikmyndir voru framleiddar í viðbót með upprunalega ''TOS'' leikarahópnum í [[aðalhlutverk]]i þrátt fyrir að framleiðsla á TNG þáttunum var komin langt á veg. Það var ekki fyrr en [[1994]] að báðir hóparnir léku í kvikmyndinni [[Star Trek: Generations]] að ''TNG'' hópurinn tóku alveg yfir og léku síðan í 3 Star Trek kvikmyndum í viðbót. ''TOS'' hópurinn lék því í sjö myndum og ''TNG'' hópurinn fjórum.
 
=== Star Trek: Deep Space Nine ===
[[Star Trek: Deep Space Nine]] (skammstöfuð ''ST:DS9'') hóf göngu sína [[1993]] og var fyrsta Star Trek þáttaröðin sem Gene Roddenberry kom ekki nálægt og sú eina (hingað til) sem ekki snýst um ákveðið geimskip, heldur [[geimstöð]] staðsetta nálægt [[ormagöng]]um rétt hjá [[sólkerfi]]nu [[Bajor]]. Auk þess að vera á mörkum Sambandsins og [[yfirráðasvæði]] [[Kardassía|Kardassanna]], þá leiða ormagöngin í [[gammafjórðungurinn|gammafjórðunginn]] sem opnar fyrir fleiri möguleg samskipti við ókunnar tegundir geimvera og fyrirbæra. Aðaláhersla þáttaraðanna eru [[stríð]], [[trúarbrögð]], [[stjórnmál]] og önnur málefni en þetta er fyrsta Star Trek þáttaröðin þar sem ákveðið stríð er svona mikill ráðandi þáttur í þróun söguþráðarins. Fyrstu tímabilin einkenndust að könnun geimsins og lífið á stöðinni en þegar leið á þáttaröðina var meira af hasar og stjórnmálakenndu ferli þar sem [[Yfirráðið]] (The Dominion) sóttist eftir völdum yfir öllum fjórðungnum sem leiddi til stríðs. Þáttaröðin var í gangi í sjö tímabil og hafa margir þáttanna vakið upp pælingar fólks hvað varðar stöðu trúarbragða gagnvart [[vísindi|vísindum]].
 
=== Star Trek: Voyager ===
Um tveim árum eftir upphaf ''Star Trek: Deep Space Nine'', árið [[1995]], var hleypt of stokkunum þáttaröð sem hét [[Star Trek: Voyager]] og fjallaði hún um geimskipið [[USS Voyager]] sem er undir stjórn [[Kathryn Janeway]], en þá var brotið blað í sögu Star Trek með því að hafa kvenkyns persónu í aðalhlutverki. Voyager festist í deltafjórðungnum, 75 þúsund [[ljósár]]um frá heimkynnum sínum í [[alfafjórðungurinn|alfafjórðungnum]], og myndi taka áhöfnina 75 ár að komast heim ef þau myndu ekki finna einhverja leiðarstyttingu. Gáfu þessar aðstæður áhafnarinnar [[handritshöfundur|handritshöfundunum]] tækifæri til að kynna nýjar tegundir geimvera til sögunnar eins og líffæra-stelandi ''Vidiiunum'', ákveðnu [[Borgverjar|Borgverjunum]] og [[hliðarvídd]]arlegu [[Tegund 8472]]. Þáttaröðin var sýnd til árið [[2001]], eða í samtals 7 tímabil.
 
=== Star Trek: Enterprise ===
Venjulega þegar nýjar Star Trek þáttaraðir hafa verið framleiddar, er alltaf farið lengra í framtíðina en eftir að ''TNG'' hóf göngu sína hefur [[tímalína]]n verið óslitin. Það gerðist hins vegar í söguþræðinum á þáttaröðinni [[Star Trek: Enterprise|Enterprise]], sem hóf göngu sína árið [[2001]], að [[ytri tími]] sögunnar hefst 10 árum áður en ''Sambandið'' var stofnað. Fyrstu tvö tímabilin fjalla um fyrstu kynnin við aðrar verur og fyrstu skrefin í könnun geimsins og voru flestir þættirnir sjálfstæðir. Í þriðja tímabili hófst óslitin saga sem snerist eingöngu um eitt markmið, en þó var nokkrum sjálfstæðum söguþráðum blandað inn í til að krydda söguna og í fysta skiptið sem þættirnir báru nafnið Star Trek: Enterprise. Fjórða tímabilið mun vera þekkt sem framhaldstímabilið, þar sem flestir þættirnir í henni eru í mörgum hlutum og tengist það líklega því að þáttaröðin hefur verið [[afpöntun|afpöntuð]] og eru því eingöngu fáir þættir eftir ósýndir. Ástæðan fyrir þessari afpöntun er talin vera lágt áhorf og slæmt gengi 10. Star Trek kvikmyndarinnar [[Star Trek: Nemesis]]. Þetta er í fyrsta sinn sem að [[framleiðsla]] á Star Trek þáttaröð hefur verið hætt áður en [[framleiðandi]] lýkur henni. Auk þess mun í fyrsta sinn í 18 ár, vera engin frumsýnd þáttaröð vera í gangi næsta tímabil.
 
Lína 73:
[[ka:ვარსკვლავური გზა]]
[[ko:스타 트렉]]
[[la:IterStar StellareTrek]]
[[lb:Star Trek]]
[[li:Star Trek]]