„Árásin á Perluhöfn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Pearl_Harbour_Marine_Barracks_during_the_attack.jpg|right|thumb|250px|Reykur stígur frá orrustuskipum bandaríska flotans.]]
'''Árásin á Perluhöfn''' var [[skyndiárás]] sem [[Japan]]ir gerðu á [[Perluhöfn]], flotastöð [[Bandaríski herinn|bandaríska hersins]] á [[Hawaii]] þann [[7. desember]] [[1941]]. Ágreiningur milli þjóðanna hófst þegar Japanir réðust inn í [[Kína]] árið [[1937]] og Bandaríkjamenn sendu vopn til Kína til að reyna að hjálpa þeim að verjast innrás Japana. Reynt var að semja um frið en þegar samningaviðræður sigldu í strand hófu Japanir að skipuleggja árás á bandaríska flotann því þeir stefndu að því að verða stórveldi við [[Kyrrahafið]]. Vopn voru sérútbúin og flugmenn og sjóliðar sérstaklega þjálfaðir fyrir árásina.