„Louis Pasteur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
 
==Æskuár og nám==
Louis Pasteur fæddist árið 27. desember 1822 í Dole, Frakklandi<ref>Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir 2002</ref>. Hann var alinn upp við mikla ættjarðarást þar sem faðir hans hafði gegnt stöðu liðsforingja í her [[Napoleon]]s á Pyreneaskaga. Fljótlega eftir fæðingu Pasteur fluttist fjölskylda hans til Arbois, þar sem hann gekk í grunnskóla.<ref>Afburðamenn og örlagavaldar 1972:188</ref> Kennara Pasteur fannst ekki mikið til hans koma en hann sagði meðal annars að hann væri óefnilegasti nemandinn í bekknum.<ref>Geir Hallgrímsson o.fl. 1947:144</ref> Árið 1848 hélt Pasteur samt sem áður til Parísar í skóla, að loknu grunnnámi. Hann hætti hins vegar fljótlega í þeim skóla sökum heimþrár. Þá flutti hann sig yfir í skóla nær heimabæ sínum, Konunglega menntaskólann í Besancon, þar sem hann hlaut fyrst titilinn Bachelor of Letters og síðar Bachelor of Science, en hann hlaut aðeins miðlungseinkunn í efnafræði.<ref>Afburðamenn og örlagavaldar 1972:188-189</ref> Hann hélt áfram í efnafræðinámi og lauk doktorsprófi.<ref>Geir Hallgrímsson o.fl. 1947:144</ref> Árið 1848 bauðst Pasteur síðan að gerast prófessor við háskólann í Strassburg. Þar kynntist hann dóttur háskólarektorsins, Marie Laurent, og þau giftu sig í maí 1849.<ref>Geir Hallgrímsson o.fl. 1947:145</ref>
 
==Grunnurinn lagður að gerilsneyðingu==