Munur á milli breytinga „Kúbudeilan“

m
Eftir að Bandaríkin settu á [[viðskiptabann]] á Kúbu, náðu Sovétmenn að mynda bandalag við Castro. Það gerðu þeir með því að kaupa mikið af sykri af Kúbverjum langt yfir heimsmarkaðsverði til að viðskiptabannið myndi ekki hafa slæm áhrif á eyjuna. En það sem sneri Castro endanlega gegn Bandaríkjamönnum var innrásin þann [[17. apríl]] [[1961]]. Þá sendi [[John F. Kennedy]] Bandaríkjaforseti skammlífan innrásarflokk Kúbumanna undir bandarískri stjórn til Kúbu og lentu þeir við [[Svínaflói|Svínaflóa]]. Hún var byggð á bjartsýnum vonum um uppreisn gegn Castro á Kúbu en þær rættust ekki. Þessi innrás varð til þess að Castro gekk alveg til liðs við Sovétmenn, því að hann var viss um að Bandaríkin myndu gera aðra tilraun til innrásar.<ref> Elliot, bls 503-504</ref>
Þann [[8. október]] [[1962,]] fékk [[Nikita Krusjef]], leiðtogi Sovétríkjanna, leyfi til að koma fyrir kjarnorkuflaugum á Kúbu. Þessar flaugar voru andsvar Sovétríkjanna við kjarnorkuflaugum sem Bandaríkjamenn höfðu komið fyrir við landamæri [[TyrklandsTyrkland]]s. Staðsetning Kúbu var tilvalin af því þar gátu þeir sent flaugarnar til Bandaríkjanna á nokkrum mínútum. Þann [[16. október]] sá Kennedy ljósmyndir úr njósnavél Bandaríkjanna, [[U2]], að skotpallar voru komnir upp á Kúbu. Þessi uppgötvun var áfall fyrir Bandaríkin og bandarískir ráðamenn kröfðust þess auðvitað að flaugarnar yrðu fjarlægðar því þeir töldu að þessar flaugar ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Sovétmenn neituðu þeirri bón og allt stefndi í átök.<ref>Vísindavefurinn: Róbert F. Sigurðsson</ref>
 
John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti fundaði þá með helstu ráðgjöfum sínum og þau ráð sem þeir komu upp með voru:
18.067

breytingar