„Kúbudeilan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kúbudeilan''' var hápunktur [[Kalda stríðið|Kalda stríðsins]]. Deilan var á milli [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Ástæðan var [[kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupið]] milli þessara tveggja stórríkja. Bæði ríkin vildu vera sem best undirbúin fyrir utanaðkomandi árásum og varð [[Kúba]] miðpunktur deilunnar vegna staðsetningar sinnar. Sovétmenn áttu auðvelt með að koma upp kjarnorkuskotpöllum þar fyrir og ógnuðu þannig öryggi Bandaríkjanna. Aldrei áður hafði heimurinn verið jafn nálægt [[kjarnorkustríð]]i og þá. Bæði ríkin töldu sig hafa unnið deiluna og sambúð þessara tveggja stórríkja batnaði í kjölfarið. Árið [[1963]] ákváðu kjarnorkuveldin þrjú, Bandaríkin, Sovétríkin og [[Bretland]], að hætta öllum tilraunum með [[kjarnorkuvopn]] ofanjarðar.
 
== Kalda stríðið ==
Kalda stríðið byrjaði í raun þegar [[Seinni heimsstyrjöldin|Seinni heimsstyrjöldinni]] lauk árið [[1945]]. Í kjölfarið misstu Japanir[[Japan]]ir og [[Þýskaland|Þjóðverjar]] mikil völd og Bandaríkin og Sovétríkin urðu öflugustu ríki heims, en þó á sitthvorn háttinn. Bandaríkin voru voldugust og réðu yfir meiri vopnum en Sovétríkin voru með fjölmennasta herinn, þrátt fyrir gífurlegt mannfall.<ref>Vísindavefurinn: Valur Steinarsson</ref>
 
Kalda stríðið var pólitísk deila á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og eitt helsta deilumál þeirra var hver örlög Þýskalands myndu verða. Evrópa var í upphafi það sem skipti mesti máli en vegna stöðugleika [[Evrópa|Evrópu]], sóttust risaveldin eftir áhrifum í þriðja heiminum og fyrir vikið varð þriðji heimurinn að hálfgerðum vígvelli veldanna tveggja. Það er þá sem Kúba kemur inn í málið.<ref>Vísindavefurinn: Valur Steinarsson</ref>
 
== Vígbúnaðarkapphlaupið ==