„Lífdísill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Joihermundar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Joihermundar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
 
== Notkun ==
Lífdísil má nota sem eldsneyti á bifreiðar í stað [[dísilolía|dieselolíu]] og nota má lífdísil sem hitagjafa í stað olíuhitara. Lífdísill leysir upp [[gúmmí]] og því verður að skipta út gúmmíhlutum í hitakerfum ef nota á lífdísil. Það er fremur einfalt. Ekki er unnt að nota lífdísill til að knýja eldri bifreiðar vegna þess að þá var gúmmí notað við framleiðsluna en bifreiðar sem framleiddar eru eftir árið [[1995]] eru þannig að gúmmí er ekki í pakningum og því hægara um vik að nota lífdísill.
 
Notkun á lífdísil fer vaxandi á heimsvísu. Hann er hægt að nota á allar dísilvélar, þó að í sumum tilfellum þurfi að leggjast í breytingar á eldsneytiskerfinu.
Hægt er að blanda lífdísil í aðra orkugjafa og er víðast hvar notað kerfi sem kennt er við „B“ þátt til að tiltaka hve mikið er af lífdísli í eldsneytisblöndu. Þannig er eldsneyti sem inniheldur 20% lífdísil merkt með B20. Hreinn lífdísill er merktur með B100. Venjulega má nota eldsneyti sem inniheldur 20% lífdísil á dísilbifreiðar án þess að breyta þeim neitt.
 
Eins og er er ekki mælt með því að nota sterkari blöndu af lífdísil en B20. Bílaframleiðendur hafa gefið það út að það séu engar tryggingar fyrir því að það gangi áfallalaust. Lífdísill hefur nefnilega þau áhrif að hann mýkir og jafnvel brýtur niður sumar gerðir af plasti og gúmmíi, þannig að það gæti skemmt eldsneytiskerfa bíla.
Þá er lífdísill ekki eins kuldaþolinn og venjuleg dísilolía. Hún storknar fyrr og gæti því stíflað síur eða skapað önnur vandræði.
Þetta hefur verið til vandræða í sterkari blöndum en B20.
Gerðar hafa verið rannsóknir á akstri bíla á B20 blöndu og hefur komið í ljós að það er í lagi að nota hana í flestum tilfellum.
 
Notkun á lífdísilolíu á Íslandi er ekki mikil. Hún er þó seld á nokkrum bensínstöðvum landsins. N1 selur t.d. B5 olíu og sem er þá 95% venjuleg dísilolía og 5% lífdísill. Þetta er hlutfall sem margir, ef ekki flestir, bílaframleiðendur hafa sagt að sé óhætt að nota á bíla frá þeim án þess að eiga á hættu skemmdir eða að ábyrgð fyrnist.
 
Notkun á lífdísil fer vaxandi.
 
== Einkenni ==