„Vaud“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Movses-bot (spjall | framlög)
m r2.6.2) (robot Breyti: nl:Vaud (kanton)
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Kort=Karte Kanton Waadt.png|
}}
'''Vaud''' er ([[kantónaþýska]]: Waadt) er frönskumælandi kantóna í [[Sviss]] og liggur að frönsku landamærunum í vestri.
 
== Lega og lýsing ==
Vaud er fjórða stærsta kantónan í Sviss með 3.212 km<sup>2</sup>. Hún liggur nær suðvestast í landinu, meðfram gjörvallri norðurströnd [[Genfarvatn]]s. Fyrir norðan er kantónan [[Neuchatel (fylki)|Neuchatel]], fyrir austan er [[Fribourg (fylki)|Fribourg]], fyrir suðaustan er [[Wallis]] og fyrir suðvestan er [[Genf (fylki)|Genf]]. Auk þess á Vaud landamæri að [[Frakkland]]i að vestan, sem og vatnalandamæri að Frakklandi að sunnan með Genfarvatni. Norðurhluti kantónunnar nemur við [[Neuchatelvatn]] (''Lac de Neuchatel''). Vaud er eina kantónan sem liggur bæði að [[Alpafjöll]]um og [[Júrafjöll]]um. Hæsta fjallið er Les Diablerets, sem er 3.210 metra hátt. Vaud er frönskumælandi kantóna. Íbúarnir eru 672 þús að tölu, sem gerir Vaud að þriðju fjölmennustu kantónu Sviss. Aðeins [[Zürich (fylki)|Zürich]] og [[Bern (fylki)|Bern]] eru fjölmennari. Höfuðborgin er [[Lausanne]].
 
== Skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] Vaud samanstendur af tveimur láréttum röndum. Fyrir ofan er hvítt, fyrir neðan grænt. Í hvíta litnum eru orðin: LIBERTÉ ET PATRIE, sem merkir ''frelsi'' og ''föðurland''. Merki þetta var tekið upp [[1798]] er lýðveldið Léman var stofnað til skamms tíma. Græni liturinn stendur frelsi.
 
== Orðsifjar ==
Upphaflega hét héraðið Waldgau, sem merkir ''skógarhérað''. Þaðan kemur þýska heitið Waadt og franska heitið Vaud.
 
== Söguágrip ==
[[Mynd:Genfersee bei montreux 2004 pischdi.JPG|thumb|Genfarvatn og Alparnir eru áberandi í kantónunni Vaud. Myndin er tekin við Montreux.]]
Áður fyrr bjuggu [[keltar]] á svæðinu. [[Júlíus Caesar|Cesar]] hertók héraðið 58 f.Kr., en nær einu rómversku menjarnar eru í borginni Avenches nyrst í kantónunni. Sú borg var eydd af alemönnum 260 e.Kr. Við fall [[Rómaveldi]]s settust búrgúndar þar að og var héraðið lengi vel í hertogadæminu [[Búrgúnd]]. [[1218]] varð héraðið eign Savoy. [[1536]] hertóku herir frá Bern héraðið, sem varð að nokkurs konar svissnesku leppríki. [[1564]] voru Lausanne-samningarnir undirritaðir, en í þeim sagði Savoy sig lausa frá héraðinu, sem varð endanlega eign Bernar. Nokkrum mánuðum áður en Frakkland hertók Sviss [[1798]] gerðu íbúar Vaud uppreisn gegn Bern og lýstu yfir sjálfstæði. Þetta var lýðveldið Léman. Frakkar leystu lýðveldið hins vegar upp á sama ári og innlimuðu héraðið helvetíska lýðveldinu. Þeir stofnuðu kantónuna Léman úr héruðunum Vaud og Genf. Við endurskipulagningu lýðveldisins [[1803]] var Léman splittað í tvær kantónur: Vaud og Genf. [[1830]] urðu almenn mótmæli íbúa til þess að ný [[stjórnarskrá]] var samin, sem tók gildi ári síðar. Nýjasta stjórnarskrá kantónunnar var samþykkt [[2003]]. Í dag er Vaud mikið iðnaðarhérað. Ferðaþjónustan er einnig gríðarlega mikilvæg, enda er strandlengja Genfarvatns ákaflega vinsæl.
 
== Borgir ==
 
Stærstu borgir Vaud. Þær eru allar við Genfarvatn, nema Yverdon-les-Bains, sem liggur við suðurenda Neuchatelvatns.
 
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúafjöldi !! Ath.
|-
| 1 || Lausanne || 126 þús || Höfuðborg kantónunnar
|-
| 2 || Yverdon-les-Bains || 26 þús ||
|-
| 3 || Montreux || 24 þús ||
|-
| 4 || Renens || 19 þús ||
|-
| 5 || Nyon || 18 þús ||
|-
| 6 || Vevey || 18 þús ||
|-
| 7 || Pully || 17 þús ||
|-
| 8 || Morges || 14 þús ||
|}
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Waadt|mánuðurskoðað=apríl|árskoðað=2011}}
{{Commonscat|Canton of Vaud|Kanton Waadt}}
 
{{Fylki í Sviss}}
[[Flokkur:Vaud]]