„Breiðdalsvík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Breiddalsvik mineral collection 1.jpg|thumb|right|Breiðdalsvík.]]
'''Breiðdalsvík''' er þorp í [[Breiðdalshreppur|Breiðdalshreppi]] sem stendur við samnefnda vík. Íbúar voru 157 1. desember 2006.
'''Breiðdalsvík''' er þorp í [[Breiðdalshreppur|Breiðdalshreppi]] og stendur það við samnefnda vík á Austfjörðum. Íbúar voru 139 1. janúar 2011 og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum, voru 218 árið 1988.<ref>[http://hagstofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Byggdakjarnar,-postnumer,-hverfi Hagstofa Íslands: Mannfjöldi eftir byggðakjörnum]</ref>
 
Víkin Breiðdalsvík er á milli [[Kambanes]]s og [[Streitishvarf]]s og stendur þorpið við hana. Aðalatvinnugvegur þorpsbúa er [[sjávarútvegur]], svo og þjónusta við sveitina og ferðamenn sem eiga leið um.
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
 
Byggðin á Breiðdalsvík er ekki gömul. [[Gránufélagið]] lét reisa þar vörugeymslu um 1889 og árið 1896 reisti Brynesverslun á [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]] hús efst á Selnesi. Það brann tíu árum síðar en nýtt verslunarhús var reist í staðinn og er það elsta hús þorpsins. Í gamla Kaupfélaginu er nú [[jarðfræðisetur]] og þar er minningarstofa við [[Stefán Einarsson]], prófessor við John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, sem var úr Breiðdal. Í gömlu símstöðinni er [[Steinasafn Breiðdals]]. Í þorpinu er hótel sem er opið allan ársins hring og þar er einnig skóli og sundlaug, verslun og bílaverkstæði.
 
Breiðdalsvík er einn af fáum stöðum á Íslandi sem hefur orðið fyrir [[loftárás]] en að morgni [[10. september]] [[1942]] réðist þýsk [[herflugvél]] á íbúðarhúsið Hamar og var skotið á það sprengikúlum úr [[vélbyssa|vélbyssu]]. Níu götu komu á húsið en enginn slasaðist þótt fólk væri inni í húsinu.
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.breiddal.net/images/Breiddalsvik.htm|titill=Heimasíða Grunnskólans í Breiðdalshreppi. Sótt 12. apríl 2011}}
* {{vefheimild|url=http://www.east.is/UpplifduAusturland/Baeirogthorp/Skodathettyli/breiddalsvik|titill=Breiðdalsvík á www.east.is, skoðað 12. apríl 2011}}
* {{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687062|titill=Þetta er mér enn ofarlega í huga. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 12. apríl 2011.}}
 
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
[[Flokkur:Austurland]]
[[Flokkur:Íslensk sjávarþorp]]
[[Flokkur:Suður-Múlasýsla]]
 
[[en:Breiðdalsvík]]