„Erlendur biskup“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: da:Erlendur af Færøerne
Navaro (spjall | framlög)
Lagaði tengla.
Lína 4:
Erlendur biskup hefur líklega verið fæddur um 1240, ekki vitað hvers son hann var. Hann var fyrst [[kórsbróðir]] í [[Björgvin]], en var vígður Færeyjabiskup í janúar 1269. Hann var mikilhæfur maður og hafði umtalsverð áhrif í kirkjumálum og stjórnmálum, bæði í Færeyjum og [[Noregur|Noregi]]. Hann var t.d. einn sjö biskupa sem voru viðstaddir krýningu [[Eiríkur Magnússon prestahatari|Eiríks Magnússonar]] [[Noregskonungar|Noregskonungs]] í Björgvin 25. júlí 1280.
 
Erlendur bjó í Kirkjubæ í Færeyjum og lét m.a. byggja [[Magnúsarkirkjan í Kirkjubæ|Magnúsarkirkjuna]] eða [[Múrinn í Kirkjubæ|Múrinn]] þar. Árið 1298 átti hann, ásamt [[SigurðurSjúrður lögmaður|Sigurði lögmanni]] í Færeyjum og á Hjaltlandi, frumkvæði að því að [[Sauðabréfið]] var samið, en það er [[réttarbót]] fyrir Færeyjar, sem Hákon háleggur [[hertogi]] staðfesti. Sauðabréfið er elsta skjal sem varðveitt er úr Færeyjum.
 
Hugsanlegt er að Erlendur hafi verið viðstaddur krýningu [[Hákon háleggur|Hákonar háleggs]] Noregskonungs í [[Niðarósdómkirkja|Niðarósdómkirkju]] 1. nóvember 1299, en engar heimildir eru til um það. Þann 5. desember 1305 tók Erlendur þátt í því að vígja [[Árni Sigurðsson biskup|Árna Sigurðsson]] biskup í Björgvin. Þar var Hákon háleggur einnig viðstaddur. Stöðu Erlends má einnig sjá af því að nafn hans kemur fyrir í skjölum hátt settra samtímamanna hans. T.d. er hann meðal 16 kirkjuhöfðingja sem undirrita skjal, 10. desember 1305, þar sem Hákon háleggur gefur konu sinni, [[EufemiaEvfemía fráaf Rügen|Eufemiu frá Rügen]], [[Bygdøy]] við Osló.
 
Seinna versnaði samband Erlends við Hákon konung, þegar upp komu þungar ásakanir á hendur honum. Einkum var Erlendi gefið að sök að vilja ráða öllu í Færeyjum og sölsa undir kirkjuna allar jarðeignir þar. Margt bendir til að kaþólska kirkjan hafi aldrei náð undir sig eins miklu landi og völdum í Færeyjum eins og á dögum Erlends biskups.