„Baldur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
: ''Þessi grein fjallar um norræna goðið Baldur. Til að sjá aðrar merkingar má sjá [[Baldur (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]].''
{{Norræn goðafræði}}
 
Lína 5:
 
'''Baldur''' ([[norræna]]: ''Baldr'') var í [[norræn goðafræði|norrænni goðafræði]] annar [[sonur]] [[Óðinn|Óðin]]s á eftir [[Þór]], þar með einn af [[Æsir|ásum]] og bjó á stað sem var kallaður [[Breidablik|Breiðablik]] og var á [[himin|himninum]] fyrir ofan [[Ásgarður|Ásgarð]]. Þar var allt tandurhreint og óspillt.
 
== Fjölskylduhættir ==
Kona Baldurs hét [[Nanna Nepsdóttir]] og afkvæmi þeirra [[Forseti]].
Forseti átti heima nálægt föður sínum á himninum fyrir ofan Ásgarð en í „sal“ eða höll sem kallaðist [[Glitnir (norræn goðafræði)|Glitnir]]. Glitnir var nokkurs konar „sáttahöll“ þar sem Forseti fyrirgaf sakir eða „sakavandræði“ þeirra sem komu þangað.
Nönnu þótti einstaklega vænt um Baldur og jafn vel þó nánast allir í heiminum lofuðu hann og dáðu elskaði hún hann óskaplega mikið en vel er hægt að merkja það af [[viðbrögð]]um hennar við [[útför]] hans.
 
== Dauði Baldurs ==
Það eru a.m.k. til tvær mismunandi útgáfur af sögninni af dauða Baldurs, aðdraganda hans og afleiðingum. Þær eru ritaðar í [[Danmörk]]u af [[Saxo Grammaticus]] á tólftu öld og á Íslandi af [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusyni]] á þeirri þrettándu og eru mjög frábrugðnar og þó að útgáfa Saxo Grammarticus sé eldri og eflaust nær upprunnanum þá mun í þessari grein vera stuðst við söguna eins og hún kemur fram í [[Gylfaginning]]u Snorra-Eddu vegna þess að stuðst er við hana til [[kennsla|kennslu]] á [[Ísland]]i.