„Færeyska lögþingið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Saga==
Upprunalega hafði lögþingið bæði [[dómsvald]] og [[löggjafarvald]]. [[Framkvæmdavald]] var ekki til staðar í landinu. Það tíðkaðist því að þeir sömu settu lögin og dæmdu. Eftir að [[Færeyjar]] urðu norskt [[skattland]] árið [[1035]] dró úr völdum þingsins. Það var ekki fyrr en 1300-1400 sem lögþingið var skilið frá dómsvaldinu. [[Lögmaður Færeyja|Lögmaður]], eins og forseti þingsins nefnist, var eftir það tilnefndur af konungi og lögréttumenn eða þingmenn voru tilnefndir af umboðsmanni konungs í Færeyjum. Árið 1380 komust Færeyjar undir sameiginlegt konungsvald [[Noregur|Noregs]] og [[Danmörk|Danmerkur]] en með sérstöðu sem gamalt norskt skattland. Þessi skipan var höfð fram að einveldistímanum árið 1660, en þá fyrst var dregið úr völdum þingsins og að lokum var það aflagt að konungsboði árið 1816.
 
Þegar Danir fengu [[stjórnarskrá]] [[1849]] féllu Færeyjar undir hana og misstu þar með þá sérstöðu sem eyjarnar höfðu haft sem norskt land og seinna danskt. Færeyjar urðu nú formlega hluti af danska ríkinu. Í Færeyjum voru margir sem vildu endurreisa Lögþingið, meðal annars til þess að amtmaðurinn væri ekki einn um að veita dönskum stjórnmálamönnum ráðleggingar vegna lagasetningar fyrir Færeyjar. Helsti leiðtogi Færeyinga í sjálfstæðisbaráttunni var [[Niels Winther]].