„Þórshöfn (Færeyjum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: eu:Tórshavn
mEkkert breytingarágrip
Lína 17:
Þórshöfn er á austurströnd [[Straumey]]jar (færeyska: ''Streymoy'') með útsýni yfir til [[Nólsey]]jar (færeyska: ''Nólsoy'').
 
Þórshöfn myndaðist í kring um [[Þingnes]]ið (færeyska: ''Tinganes'') þar sem landnámsmenn stofnuðu þing Færeyja í kring um ár [[900]]. Þingið ber enn sama nafn [[LögþingFæreyska Færeyjalögþingið|Lögþingið]] (færeyska: ''Løgtingið'') og er elsta löggjafarþing heims. Þing voru haldin á nesinu að sumarlagi og voru í upphafi einungis tveir bæir í Þórshöfn.
 
Þórshöfn liggur í skjóli af Nólseyju og varð fljótlega að mikilvægum lendingarstað. Þá er hún miðsvæðis í eyjaklasa Færeyja og nýtur góðs af því. Árið [[1271]] var Þórshöfn gerð að miðstöð konunglegu dönsku einokunarverslunarinnar. Smám saman settust kaupmenn og embættismenn að í bænum og verslunarhús og skemmur risu á nesinu. Árið [[1673]] brunnu næstum öll hús á Þingnesinu.