Munur á milli breytinga „Brasilískt jiu-jitsu“

ekkert breytingarágrip
m (r2.5.1) (robot Bæti við: ast:Jiu-jitsu brasileñu)
 
Í nútíma júdó er lögð meiri áhersla á byltur og standandi bardaga. Í brasilísku jiu-jitsu eru leyfðar fleiri aðferðir til að færa bardagann í gólfið, eins og að draga andstæðinginn í gólfið og að henda sér í gólfið þegar maður hefur náð taki á andstæðingnum. Mikið af tökum og aðferðum sem beitt eru í brasilísku jiu-jitsu eru þau sömu og voru í [[Kodokan júdó]]i, en hinsvegar hefur júdó þróast meira í þá átt að leggja meiri áherslu á standandi bardaga og byltur, fækkað liðamótabrögðum sem leyfileg eru í keppnum og að gera það áhorfendavænna. Það sem greinir brasilískt jiu-jitsu sterkast frá júdó er áherslan á gólfvinnu í brasilísku jiu-jitsu, á móti áherslu á byltur í júdó. Stigagjöf í keppnum er einnig mjög ólík. Stíllega eru þessar tvær íþróttir einnig nokkuð ólíkar. Gracie fjölskyldan vildi skapa þjóðlega bardagaíþrótt, með áhrifum frá brasilískri menningu. Þau lögðu líka áherslu á „náinn“ bardaga (e. full-contact fighting) og [[sjálfsvörn]].
 
==Einkunnarkerfi==
{| class="wikitable" style="float:right; text-align:center;"
|+Krakkabelti (16 ára og yngri)
|-
|| Hvítt|| style="background:white;" | [[File:BJJ White Belt.PNG|75px]]
|-
|| Gult|| style="background:white;" | [[File:BJJ Yellow Belt.PNG|75px]]
|-
|| Appelsínugult || style="background:white;" | [[File:BJJ Orange Belt.PNG|75px]]
|-
|| Grænt || style="background:white;" | [[File:BJJ Green Belt.PNG|75px]]
|}
 
{| class="wikitable" style="float:right; text-align:center;"
|+Fullorðinsbelti (16 ára og eldri)
|-
|| Hvítt || style="background:white;" | [[File:BJJ White Belt.PNG|75px]]
|-
|| Blátt || style="background:white;" | [[File:BJJ Blue Belt.PNG|75px]]
|-
|| Fjólublátt || style="background:white;" | [[File:BJJ Purple Belt.PNG|75px]]
|-
|| Brúnt || style="background:white;" | [[File:BJJ Brown Belt.PNG|75px]]
|-
|| Svart|| style="background:white;" | [[File:BJJ Black Belt.PNG|75px]]
|-
|| Svart/Rautt || style="background:white;" | [[File:BJJ black red belt.PNG‎|75px]]
|-
|| Rautt || style="background:white;" | [[File:BJJ Red Belt.PNG‎|75px]]
|}
Einkunnarkerfi í Braselísku Jiu Jitsu byggist á lituðum beltum sem tákna aukna kunnáttu innan sjálfsvarnaríþróttarinnar. Svipuð kerfi eru til í öðrum sjálfsvarnaríþróttum eins og til dæmis í [[Júdó]].
 
Krakkabeltin eru tengd aldri. Við 4 ára aldur ná þau Gráa beltinu, við 7 ára aldur það gula, 10 ára aldur fyrir það appelsínugula og loks 13 ára fyrir græna beltið. Aldurinn er hugsaður út frá því að einstaklingar æfi í ár eða meira á milli belta. Til dæmis til að ná fjólubláa beltinu fyrir 16 ára aldur þarf að eyða 2 árum að minnsta í græna beltinu, en einu ári til að ná því fyrir 17 ára aldur.<ref name="IBJJF">[http://www.ibjjf.org/graduation.htm IBJJF Gradiuation system] International Brazilian Jiu Jitsu Federation</ref>
 
Tíminn á milli fullorðinsbeltana eru 2 ár á milli þess bláa og fjólubláa, 1 og hálft ár á milli þess fjólubláa og brúna og 1 ár á milli brúna beltisins og þess svarta. Hæfiskröfurnar fyrir svarta beltið er 19 ára aldur, að vera meðlimur að alþjóðasamtökum BJJ, hafa farið á skyndihjálparnámskeið og hafa náð prófi sem dómari á síðustu 12 mánuðunum.<ref name="IBJJF"></ref>
 
 
== Tenglar ==
'''Saga'''
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= Brazilian Jiu-Jitsu|mánuðurskoðað= 26. mars|árskoðað= 2009}}
<div class="references-small"><references/></div>
 
[[Flokkur:Sjálfsvarnaríþróttir]]