Munur á milli breytinga „Mjöl“

8 bætum bætt við ,  fyrir 10 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
Í kringum 9000 f.Kr. byrjuðu menn að að mala [[hveiti]]fræ á milli [[kvarnarsteinn|kvarnarsteina]] til að búa til mjöl. [[Egyptaland hið forna|Egyptar]] fóru að nota [[ger]] um 3000 f.Kr. og þá var hægt að fara að baka [[brauð]] úr mjölinu í stað þess að gera eingöngu [[grautur|grauta]] eða [[flatbrauð]]. [[Rómaveldi|Rómverjar]] eru taldir hafa verið fyrstir til að nota [[mylla|myllur]] til að mala korn og fyrsta gufuknúna myllan hóf starfsemi í [[London]] árið [[1879]].
 
Á tímum [[iðnbyltingin|iðnbyltingarinnar]] varð geymsla á mjöli að vandamáli, þar sem æ færri rætuðu korn sitt sjálfir og möluðu eftir þörfum. Menn gerðu sér grein fyrir því að það var [[kím]]ið í mjölinu sem stytti geymsluþolið, það fer smátt og smátt að þrána eftir að það hefur verið malað og kemst í snertingu við súrefni og geymsluþol heilhveitis var því aðeins sex til níu mánuðir. Því var farið að fjarlæga kímið og hýðið áður en hveitið var malað. Á þessum tíma gerðu menn sér ekki grein fyrir því að í kími og hýði væru nauðsynleg [[bætiefni]] og [[steinefni]] sem líkaminn þarfnaðist. Hveitimjöl sem er búið að fjarlægja hýði og kím úr kallast hvítt hveiti en það fær þó ekki skjannahvítan lit nema það hafi verið meðhöndlað með bleikingarefnum. Þessi aðferð breiddist fyrst út í stórborgum en smám saman varð hvítt hveiti alls staðar algengast og nú á dögum er mestallt það hveitimjöl sem framleitt er hvítt hveiti.
 
Á [[1931-1940|fjórða áratugnum]] var byrjað að bæta [[vítamín]]um og [[steinefni|steinefnum]] út í mjöl, þar á meðal [[járn]], [[níasín]], [[tíamín]] og [[ríbóflavín]]. Á [[1991–2000|tíunda áratug]] 20. aldar var byrjað að bæta [[fólínsýra|fólínsýru]] út í mjöl.
18.084

breytingar