„Laugavegur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 14:
 
== Hús við Laugaveginn ==
* '''[[Laugavegur 1]]''': Húsið var reist árið [[1848]] með veitingarekstur í huga. Ári síðar eignaðist [[Jón Pétursson (háyfirdómari)|Jón Pétursson]] háyfirdómari það. Þar hefur um áratugaskeið verið verslunarrekstur, þar á meðal verslunin Vísir.
* '''Laugavegur 2''': Húsið var reist árið [[1886]] af [[Halldór Þórðarson (bókbindari)|Halldóri Þórðarsyni]] bókbindara og prentsmiðjustjóra. Byggingameistari var [[Guðmundur Jakobsson]] og var talið eitt af glæsilegustu húsum bæjarins. Húsið nefndi Halldór ''Maríuminni'' í höfuðið á eiginkonu sinni, Maríu Kristjánsdóttur.
* '''Laugavegur 4''': Þar sem Laugavegur 4 er núna, var áður [[torfbær]] sem nefndur var ''Snússa''. Býli þetta stóð á ofurlitlum hól og hét upphaflega ''Litlibær''. Lárus Hallgrímsson (bróðir Séra Sveinbjarnar) byggði það upp og var það þá kallað ''Lárushús'', en hlaut seinna nafnið Hólshús. En í daglegu tali var það kallað Snússa. Halldór bókbindari lét rífa það og byggði þar tvílyft timburhús.<ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=417991&pageSelected=3&lang=0 Grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949]</ref> Á árunum [[1890]]-[[1915]] var [[Félagsprentsmiðjan]] til húsa að Laugavegi 4. Hún var í eigu Halldórs, en hann reisti og bjó í húsinu við hliðina, á horni Laugavegar og Skólavörðustígs, þ.e. að Laugavegi 2.