„Antoni van Leeuwenhoek“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Eddig (spjall | framlög)
Eddig (spjall | framlög)
Lína 22:
== Fræðastörf ==
[[Mynd:Leeuwenhoek Microscope.png|thumb|200px|upright|Eftirmynd af einni af smásjám Leeuwenhoeks]]
Antoni van Leewenhoek gekk aldrei í háskóla né lærði [[latína|latínu]], en gerði sig þó gildandi í evrópsku fræðasamfélagi með fádæma skarpri athyglisgáfu sinni og nákvæmni. Hann gerðist einnig öðrum mönnum leiknari í linsugerð og setti saman einnar linsu smásjár (í raun stækkunargler) sem stóðust fyllilega samaburðsamanburð við samsettar smásjár þess tíma hvað upplausn og stækkunargetu varðaði. Hann hélt tækni sinni við linsugerðina vandlega leyndri og þótti furðu sæta hve hratt hann gat smíðað hágæða smásjár, en hann setti þær saman svo hundruðum skipti á starfsævi sinni. Smásjárnar notaði hann til að skoða hvers kyns sýni sem á vegi hans urðu. Árið [[1673]] kom hinn virti læknir og líffærafræðingur [[Reinier de Graaf]], sem einnig bjó í Delft, honum í samband við [[Konunglega vísindafélagið]] (e. ''Royal Society'') í [[London]] og ritaði Leeuwenhoek félaginu reglulega bréf þar sem hann útlistaði athuganir sínar af fádæma nákvæmni . Bréfin voru þýdd á ensku og gefin út í riti félagsins, ''[[Philosophical Transactions of the Royal Society|Philosophical Transactions]]'', og hélt Leeuwenhoek áfram að skrifa félaginu allt til dauðadags. Meðal þess sem Leeuwenhoek ritaði um má nefna ítarlega lýsingu á kjafti [[býfluga|býflugna]] og ýmsum öðrum hlutum [[skordýr]]a, byggingu [[kaffibaun]]arinnar, byggingu [[sæðisfruma|sæðisfrumna]] og smásæjar lífverur í regnvatni og ýmsum öðrum vökvum. Hann telst fyrstur manna til að lýsa bæði [[frumdýr]]um og [[Gerlar|gerlum]].
 
== Heimildir ==