„Búlandstindur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 8:
}}
 
'''Búlandstindur''' er 1069 [[metra]] hátt [[basalt]][[fjall]] í [[Djúpavogshreppur|Djúpavogshreppi]] og er talinn vera um 8 milljón ára gamall. Búlandstindur þykir almennt vera eittí formfegurstahópi formfegurstu fjall á Íslandi og sumir trúa því að Búlandstindur sé orkustöð.
 
Í um 700 m hæð austur af Búlandstindi gengur fjallsrani, [[Goðaborg]], og er sagt að þangað upp hafi menn burðast með goð sín strax eftir [[kristnitaka|kristnitökuna]] til þess að steypa þeim fram af fjallsgnípunni. Aðrar heimildir segja svo: Goðaborg heitir hamrastallur hátt uppi í Búlandstindi. Stallur þessi er norðaustan í fjallinu, fyrir ofan það mitt, og er sagður breiður og sléttur ofan. Bratt og harðsótt er upp þangað. Sumir segja vatn þar uppi nálægt, er þvegin hafi verið í innyfli þeirra dýra, sem þar var fórnað goðunum til árs og friðar.