„Vigfús Hansson Scheving“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Vigfús Hansson Scheving''' (15. janúar 173514. desember 1817) var íslenskur sýslumaður á 18. öld, lengst af í [[Skagafjarðarsýsla|Ska...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Vigfús Hansson Scheving''' ([[15. janúar]] [[1735]] [[14. desember]] [[1817]]) var íslenskur [[sýslumaður]] á [[18. öldin|18. öld]], lengst af í [[Skagafjarðarsýsla|Skagafjarðarsýslu]], og bjó á Víðivöllum.
 
Vigfús var fæddur á [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum]] í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]], sonur [[Hans Scheving]], [[klausturhaldari|klausturhaldara]] á Möðruvöllum, og konu hans Guðrúnar Vigfúsdóttur. Hann varð stúdent úr [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] 1754 og lauk [[lögfræði]]prófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] 1757. Hann var lengi Hólaráðsmaður en þegar Þórarinn Jónsson sýslumaður á Grund dó 1767 var hann settur sýslumaður [[Eyjafjarðarsýsla|Eyjafjarðarsýslu]] og gegndi því embætti þar til [[Jón Jakobsson]] tók við árið eftir. Vigfús varð sýslumaður Skagafjarðarsýslu 21. febrúar [[1772]]. Hann bjó á [[Víðivellir|Víðivöllum]] í [[Blönduhlíð]]. Í hans tíð fór síðasta aftaka í Skagafirði fram á Víðivöllum og var það árið 1789, þegar kona sem hafði fyrirkomið barni sínu og dysjað það var höggvin þar.