„Vesturdalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 82.148.69.189 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Navaro
Lína 11:
[[Flokkur:Dalir á Íslandi]]
[[Flokkur:Skagafjörður]]
 
Vesturdalur er dalur sem liggur úr botni Skagafjarðar og sker sig langt inn í miðhálendið. Samhliða honum liggur Austurdalur. Þeir eru umluktir háum og bröttum fjöllum.
Neðsti bær í Vesturdal að vestan er kirkjustaðurinn Goðdalir og skammt þar fyrir innan rennur Vestari-Jökulsá fram úr Hofsdal, sem gengur til suðurs inn í hálendið og er mjög langur. Hann er þröngur og óbyggður. Áin sem rennur eftir Vesturdal og fellur í Vestari-Jökulsá heitir aftur á móti Hofsá og er bergvatnsá að mestu. Hún er kennd við Hof, landámsjörð Eiríks Hróaldssonar, sem er þar fyrir innan og átti land allt suður að Hofsjökli.
Austan megin í dalnum eru nokkrir bæir, svo sem Bjarnastaðahlíð, Litlahlíð og Gil, og langt frammi á dalnum er eyðibýlið Þorljótsstaðir, sem lengi var fremsti bærinn þótt fleiri bæir væru framar á dalnum fyrr á öldum. Bærin Gil er núna fremsti bærinn í dalnum Framan við Þorljótsstaði þrengist dalurinn mjög en er þó víða ágætlega gróinn, enda eru hér góð beitilönd og má víða sjá merki um búsetu. Inni í dalbotninum er svo Hraunþúfuklaustur, rústir þar sem þjóðsögur segja að eitt sinn hafi verið munkaklaustur sem lagst hafi af í Svartadauða en þar hafi síðar fundist ýmsir munir, svo sem kirkjuklukka. Engar heimildir eru þó til um klaustur eða aðra mannvist þarna og hefur þess verið getið til að rústirnar séu af gangnakofum.