„Feneyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
smá lagfæringar og betrumbætur
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Ponte degli Scalzi 20050525-030.jpg|thumb|[[Ponte degli Scalzi]] (''Brú hinna berfættu'') yfir [[Canal Grande]] 2005.]]
'''Feneyjar''' er höfuðborg [[Venetó]] héraðsins á Norðaustur-[[Ítalía|Ítalíu]], hvortveggja þekkt fyrir [[Iðnaður|iðnað]] sinn sem og [[Ferðamannaþjónusta|ásókn ferðamanna]] í borgina. Feneyjar eru reistar á smáeyjum og á milli þeirra eru vatnsvegir sem nefndir eru [[síki]] á íslensku. Flestir ferðast milli borgarhluta með [[Almenningsbátur|almenningsbátum]], svonefndum [[vaporetto]] (ft. ''vaporetti''), en Feneyjar eru þó hvað frægastar fyrir [[gondóli|gondólana]] sem er róið um síkin og hafa löngum verið ímynd rómantíkur. Íbúar Feneyja eru um 271.663 manns (2004).
 
Borgin er hafnarborg og teygir sig yfir fjölda lítilla eyja í [[Feneyjalón]]inu sem er u.þ.b. 500 km² og liggur að [[Adríahafið|Adríahafinu]]. Sunnan við Feneyjar eru [[óseyrar]] árinnar [[Pó]] og norðan eru óseyrar árinnar [[Piave]]. Iðnaðarsvæðið Mestre á meginlandi Ítalíu tengist Feneyjum með vegfyllingu og höfn er við [[Marghera]].
 
Feneyjar eru reistar á smáeyjum og á milli þeirra eru vatnsvegir sem nefndir eru [[síki]] á íslensku. Flestir ferðast milli borgarhluta með [[Almenningsbátur|almenningsbátum]], svonefndum [[vaporetto]] (ft. ''vaporetti''), en Feneyjar eru þó hvað frægastar fyrir [[gondóli|gondólana]] sem er róið um síkin og hafa löngum verið ímynd rómantíkur. Byggingar Feneyja og menning hafa einnig verið seglar á ferðamenn í áranna rás.
 
Um 180 síki með um 400 brúm skilja að eyjarnar í Feneyjum. Helsta umferðaræðin er S-laga síki sem nefnist [[Canal Grande]] og sem heimamenn nefna Canalazzo. Á bökkum þess eru um 200 [[Lystihöll|lystihallir]], tíu kirkjur og yfir hann liggur [[Rialto-brúin]] ásamt þremur öðrum brúm: [[Ponte degli Scalzi]], [[Ponte dell'Accademia]] og hin nýja og umdeilda [[Ponte della Costituzione]]. Í hjarta Feneyja er [[Markúsartorg]] með [[Markúsarkirkja|Markúsarkirkju]] og skammt frá er [[Hertogahöllin í Feneyjum|Hertogahöllin]].