„Guðni Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Guðni Sigurðsson''' ([[1714]] – [[6. janúar]] [[1780]]) var [[sýslumaður]] í [[Gullbringusýsla|Gullbringusýslu]] á [[18. öldin|18. öld]] og var settur [[landfógeti]] frá því í ágúst 1749 þar til [[Skúli Magnússon]] tók við embættinu 1750.
 
Guðni var fæddur í [[Sandgerði]], sonur Sigurðar Runólfssonar og Margrétar Andrésdóttur. Hann varð stúdent frá [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] [[1733]]. Árið [[1736]] fór hann til náms við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] en var þar ekki nema árið og var settur sýslumaður í [[Gullbringusýsla|Gullbringusýslu]] haustið 1737. Alþingisskrifari varð hann 1743.
Lína 7:
Hann sagði af sér sýslumannsembættinu í Gullbringusýslu snemma árs 1750 og fékk veitingu fyrir [[Kjósarsýsla|Kjósarsýslu]] en sagði henni af sér tveimur árum síðar þar sem hann hafði verið skyldaður til að setjast að í sýslunni en vildi ekki flytja frá jarðeignum sínum á Suðurnesjum. Eftir það var hann bóndi og smiður en hann smíðaði bæði hús og skip og þótti mikill hagleiksmaður.
 
Guðni bjó fyrst í Sandgerði með föður sínum, síðan á [[Stafnes]]i en frá 1752 í [[Kirkjuvogur|Kirkjuvogi]] í [[Hafnir|Höfnum]], þar sem hann smíðaði meðal annarannars vandaða kirkju. Kona Guðna var Auðbjörg Kortsdóttir (d. 1766) og áttu þau þrjár dætur.
 
== Heimildir ==