„Red Hot Chili Peppers“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ptbotgourou (spjall | framlög)
m robot Bæti við: mk:Red Hot Chili Peppers
Lína 33:
Eina plata þeirra með Navarro, ''[[One Hot Minute]]'' var gefin út árið [[1995]] og fékk misgóða dóma, aðalega vegna samskiptaörðuleika hjá Navarro og hinna í bandinu. ''On Hot Minute'' einkennist af funk/metal/jazzi en samt var aðeins meiri áhersla á harðan metal og á plötunni voru nokkur af lengstu lögum Red Hot Chili Peppers. Fyrir utan lélega dóma komu fram á plötunni smellurinn ''My Friends'', ''Warped'', ''Aeroplane'' og ''Coffie Shop''. Snemma á árinu [[1998]] hætti svo Navarro til að einbeita sér að sólóferli sínum. On Hot Minute seldist í 4 milljónum eintaka. Þeir félegar í Red Hot Chili Peppers vilja í dag samt ekki líta á þessa plötu sem Red Hot Chili Peppers plötu heldur eins konar tilraun. Þeir unnu miklu meira í stúdíói en þeir höfðu gert áður og var vinnan við þessa plötu mjög mikil. Lögin voru flóknari og textarnir voru dýpri eða þeir lýsa meira tilfinningum. Eftir að Navarro hætti, spilaði bandið aldrei lög af On Hot Minute nema kannski að stundum spilaði Flea lagið ''Pea''. Ástæðan fyrir því var að lögin voru ekki í stíl John Frusciante.
 
Frusciante kom aftur í sveitina [[1998]] eftir að hafa eytt tíma í afvötnun og gefa út tvær sóló plötur. Hann hjálpaði til með næstu plötu; ''[[Californication]]'', sem kom út [[1999]]. Platan átti þrjú lög í fyrsta sæti vinsældarlistana, þau ''Scar Tissue'' (vann [[Grammy -verðlaunin|Grammy-verðlaun]]), ''Otherside'' og ''Californication'' en lög á borð við ''Around the World'' og ''Road Trippin'' urðu einnig nokkuð vinsæl. Hljómsveitin fór í tveggja ára tónleikaferðalag og voru nokkrir af þeirra stærstu tónleikum haldnir þ.a.m í Moskvu fyrir 200.000 manns.
 
Eftir að hafa farið aftur í stúdío í nóvember [[2001]], gaf Red Hot Chili Peppers plötuna ''[[By The Way]]''. Þessi plata er lang rólegasta plata þeirra félaga og inniheldur hún tvö lög sem fóru í efsta sæti vinsældarlista; ''By The Way'' og ''Can't Stop''. The Peppers fóru á tveggja ára tónleikaferðalag og gáfu út annan DVD disk, ''Live At The Slane Castle'' árið [[2003]] og tóku upp lög fyrir Greatest Hits plötuna. Árið [[2004]] gáfu þeir síðan sína fyrstu hljómleika-plötu og er hún tekin upp í [[Hyde Park]] í [[London]] og heitir hún einfaldlega [[Live In Hyde Park]].