„Theodóra Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
== Ævi ==
Theódóra fæddist á heimili sínu í Dölum en foreldrar hennar voru [[Guðmundur Einarsson]] prestur og Alþingismaður (móðurbróðir [[Matthías Jochumsson|Matthíasar Jochumssonar]] skálds), og Katrín Ólafsdóttir dóttir Sívertsens í [[Flatey á Breiðafirði|Flatey]]. Hjónin eignuðust 15 börn en Theódóra var yngst þeirra þriggja sem náðu fullorðinsaldri. Hin tvö voru Ásthildur og Ólafur.
 
Theódóra stundaði nám í [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] og útskrifaðist [[1879]]. Hún giftist [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]] [[lögfræðingur|lögfræðingi]] og flutti til [[Ísafjörður|Ísafjarðar]] þegar maður hennar varð [[sýslumaður]] þar. Maður hennar var dæmdur frá [[embætti]] 1893 en þau bjuggu áfram á Ísafirði í nokkur ár og ráku þar [[verslun]]. Árin 1901 fluttu þau suður, fyrst til [[Bessastaðir|Bessastaða]] en fluttu til Reykjavíkur árið [[1908]]. Skúli og Theódóra eignuðust þrettán börn. Þau voru: Unnur húsfreyja, [[Guðmundur Thoroddsen|Guðmundur]] prófessor og yfirlæknir, Þorvaldur lést í frumbernsku, [[Skúli Thoroddsen|Skúli]] yfirdómslögmaður og alþingismaður, Þorvaldur fór til Vesturheims, [[Kristín Ólína Thoroddsen|Kristín Ólína]] yfirhjúkrunarkona og skólastýra, [[Katrín Thoroddsen|Katrín]] læknir, alþingismaður og bæjarfulltrúi, [[Jón Thoroddsen|Jón]] lögfræðingur og skáld, Ragnhildur húsfreyja, [[Bolli Thoroddsen|Bolli]] borgarverkfræðingur, [[Sigurður Thoroddsen|Sigurður]] verkfræðingur og alþingismaður, Sverrir bankafulltrúi, María Kristín húsfreyja.
Óskráður notandi