„Pýramídinn mikli í Gísa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 194.144.74.79 (spjall), breytt til síðustu útgáfu JAnDbot
Lína 31:
Helstu tilgátur fræðimanna ganga út á að við byggingu pýramídanna hafi skábrautir verið notaðar til að flytja blokkirnar upp og brautin stækkuð eftir því sem verkinu miðaði áfram. Nærtækasta efnið í þær væri [[sandur]] og mögulega var einhver vökvi, t.d. [[vatn]] eða [[mjólk]], notaður til að smyrja yfirborðið svo auðveldara væri að draga steinblokkirnar. Tvær megintilgátur eru uppi hvað varðar lögun skábrautanna. Annars vegar væri hægt að hafa beina skábraut á einni hliðinni. Hins vegar væri mögulegt að láta skábrautina hlykkjast meðfram pýramídanum.
 
Þónokkrir hnökrar eru þó við þessar kenningarnirnarsasfasfkenningar. Gallinn við hlykkjóttar skábrautir er að ekki væri mögulegt að ljúka við allan Pýramídann á þann hátt. Fræðimenn ímynda sér því að vogarstöng af einhverju tagi hafi verið notuð fyrir efsta hlutann. Hins vegar væri mögulegt að ljúka við Pýramídann upp á topp með beinu skábrautinni. Rúmmál hans myndi þó verða um þrisvar sinnum meira (um 8 milljón m³) en rúmmál sjálfs Pýramídans (um 2,5 milljón m³) þegar hann yrði sem stærstur, sem þykir draga úr möguleika tilgátunnar. Auk þess hafa engin ummerki um skábrautir af þessari miklu stærðargráðu fundist, aðeins hafa verið grafnir upp mun minni brautir sem gætu ekki einu sinni hafa nýst við bróðurpartinn af uppbyggingunni.
 
=== Aðrar tilgátur ===
Þar sem hinar opinberu skýringar sagnfræðinga virðast ekki nógu sannfærandi fyrir suma, spretta aðrar tilgátur og tilraunir oft upp. Nýlega varpaði franski [[arkitekt]]inn [[Jean-Pierre Houdin]] fram þeirri tilgátu að um 70% Pýramídans væri byggður innan frá, með eins konar innri skábraut. Með hjálp tölvutækni gat hann sýnt fram á það þetta væri í raun mögulegt. Einnig voru [[Bandaríkin|bandarískir]] loftaflfræðingar sem létu reyna á tilgátu sína, að hægt væri að nýta vindafl til að bera stóra steina á milli staða, gegn hinni opinberri kenningu að þeir höfðu verið dregnir af mönnum. Með einfaldri svifdrekatækni tókst loftaflfræðingunum að reisa upp 4 tonna þunga [[broddsúlu]] ([[gríska]]: obelisk).
 
== Innviði pýramídans ==
Lína 41:
 
=== Konungsklefinn ===
Hann er stærstur af klefunum en hann er 10,45 m langur, 5,20 m breiður og 5,80 m á hæð. Það er um það bil tvöfaldur teningur, eins og einn teningur ofan á öðrum. Klefinn er talinn hafa átt að vera lokadvalarstaður konungs en þar hafa aldrei nokkur ummerki um lík fundist eða eitthvað sem tengist líksmurningum Forn-Egypta. Það lýtur því út fyrir að konungurinn hafi aldrei verið grafinn þar. Leiðin inn í Konungsklefann er hins vegar mjög mikilfengleg en þar er stór gangur, um 47 m langur og 8,48 m að hæð.
 
=== Drottningarklefinn ===