„Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thjodhatid (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar Thjodhatid (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Lína 1:
[[Mynd:Herjólfsdalur.jpg|thumb|350px|Herjólfsdalur á Þjóðhátíð 2010]]
'''Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum''' er [[útihátíð]] sem haldin er árlega í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] um [[Verslunarmannahelgin]]a. Hátíðin heitir eftir þjóðhátíðinni á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 2. ágúst [[1874]] þegar slíkar þjóðhátíðir voru haldnar víða um land. Frá 1901 hefur hátíðin verið haldin árlega í [[ágúst]]mánuði. Í upphafi 20. aldar var hátíðin fyrst og fremst íþróttahátíð þar sem keppt var í [[kappróðrar|kappróðrum]], [[íslensk glíma|glímu]] og fleiri íþróttum, líkt og tíðkaðist þá á þjóðhátíðum víða um land.
Texti [http://www.thjodhatid.net Þjóðhátíð.net]
 
Fyrirrennarar þjóðhátíðar í Herjólfsdal eru kaupstefnur Vestmannaeyinga og erlendra skipa sem haldnar voru þar áður fyrr, hersýningar [[Heimavarnarlið Vestmannaeyja|Heimavarnarliðs Vestmannaeyja]] sem haldnar voru í dalnum eftir miðja 19. öld og veislur sem [[Pétur Bryde]] kaupmaður hélt starfsfólki sínu í Herjólfsdal eftir miðja 19. öld. Pétur kostaði meðal annars endurnýjun vegarins inn í dalinn árið 1859.
Þjóðhátíð Vestmannaeyja er haldin í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina en fyrr á öldinni oftast um miðjan ágúst. Hún er arfur frá þjóðhátíðinni 1874, þegar haldin var hátíð í dalnum 2. ágúst eins og víða um landið. Eyjamenn komust ekki upp á fastalandið vegna veðurs þegar átti að fagna þúsund ára afmæli þjóðarinnar á Þingvöllum og héldu því sína eigin þjóðhátíð. Árið 1901 var aftur haldin þjóðhátíð í Eyjum og hefur síðan verið haldin nánast samfellt, einnig strax eftir eldgosið 1973. Íþróttir voru í fyrstu mjög áberandi og hefur bjargsig verið sýnt á hverri þjóðhátíð í rúm sjötíu ár. Frá því um 1920 hafa íþróttafélögin Þór og Týr annast hátíðina, allajafna sitt árið hvort. Árið 1996 voru Þór og Týr sameinuð og heldur hið sameinaða ÍBV þjóðhátíðina nú. Mikið er sungið og trallað í tjöldum í dalnum, dansað og setið að sumbli. Hátíðinni tengjast ýmis lög og eru kunnust skáld Árni úr Eyjum og Ási í Bæ en Oddgeir Kristjánsson ástsælastur tónskálda. Þjóðhátíðin hefur alla jafna verið haldin í Herjólfsdal, nema árin 1973-1976 meðan dalurinn var þakinn vikri eftir eldgosið. Á þeim árum var hátíðarsvæðið á Breiðabakka suður undir Stórhöfða. Svæðið hefur ávallt verið fánum og blómum skreytt og í seinni tíð hefur ákveðið þema verið rauður þráður í skreytingu mannvirkja. Flestir hátíðargestir hafa legið við í tjöldum þótt heimamenn fari heim og sofi úr sér þar.
 
 
Árið 1929 er fyrst getið um brennu á Fjósakletti en árið 1903 var síðan fyrsta flugeldasýningin. Bjargsig er fyrst nefnt á 17. júníhátíðinni 1911 en um 1920 er talað um bjargsig í Dalsfjalli eins og fastan sið á þjóðhátíð og hefur verið svo síðan. Einnig er brekkusöngur fastur liður, sem hefur verið undir stjórn Árna Johnsen í um áratug, að einu ári undanskildu á meðan hann sat í fangelsi, en þá var Róbert Marshall fenginn til þess að hlaupa í skarðið.
 
 
Þjóðhátíðarlag er fastur liður og fyrsta þjóðhátíðarlagið telja Eyjamenn yfirleitt vera SETJUMST AÐ SUMBLI árið 1933 eftir Oddgeir Kristjánsson og texta eftir Árna úr Eyjum. Hafa þjóðhátíðarlögin yfirleitt náð að lifa í hugum fólks og er arfleið sem Eyjamenn eru stoltir af.
 
 
Jafnvel þó Þjóðhátíð hefst formlega á föstudegi og stendur til Mánudagsmorguns, reyna margir hátíða gestir að fá það aðeins fyrr til að lengja bústað sínum á þessari mikilfenglegu eyju, sem er talin ein af fegurstu stöðum á Íslandi. Á Þjóðhátíð, getur þú verið viss um að hafa gríðarlegan tíma til að skemmta þér. skipuleggjendur leggja allt í dagskrá þakna alls kyns viðburðum fyrir alla aldurshópa. Fólk kemur saman í einum tilgangi, til að hafa gaman og njóta lífsins um helgina. Sumir líta á þessa hátíð sem tónlistarhátíð, en sumir segja jafnvel að tónlist skiptir ekki máli. Það eru þrír hápunktar á helginni, byrjun með brennu á föstudags kvöldi, fylgt eftir með ótrúlegri flugelda sýningu á laugardagskvöldið. Að lokum, síðast en ekki síst, er Sunnudagur brekkusöngur a með Árna Johnsen, sem safnar fólk til að sitja í brekkunni og syngja með honum og hann fer í gegnum íslensk þjóðlög.Þegar líður að miðnætti og andrúmslofti rís til eitthvers ólýsanlegs og nær hátíðin hámarki þegar í dalnum er kveikt á blysum efst í brekkunni og eiga þau að minna á eldgosið og bætist eitt blys við fyrir hvert ár. Á sunnudeginum er einnig önnur flugeldasýning og er Lífið er yndislegt eitt þekktasta Þjóðhátíðarlagið sungið.
Texti [http://www.thjodhatid.net Þjóðhátíð.net]
 
== Tenglar ==
* [http://www.dalurinn.is Dalurinn.is]
* [http://www.thjodhatid.net Þjóðhátíð.net]
* [http://www.heimaslod.is/index.php/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0h%C3%A1t%C3%AD%C3%B0 Um þjóðhátíð á Heimaslóð.is]