„Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thjodhatid (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Thjodhatid (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Texti: [http://www.thjodhatid.net Þjóðhátíð.net][[Mynd:http://myndahysing.net/upload/151299692165.png]]
[[Mynd:Herjólfsdalur.jpg|thumb|350px|Herjólfsdalur á Þjóðhátíð 2010]]
<div>Þjóðhátíð Vestmannaeyja er haldin í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina en fyrr á öldinni oftast um miðjan ágúst. Hún er arfur frá þjóðhátíðinni 1874, þegar haldin var hátíð í dalnum 2. ágúst eins og víða um landið. Eyjamenn komust ekki upp á fastalandið vegna veðurs þegar átti að fagna þúsund ára afmæli þjóðarinnar á Þingvöllum og héldu því sína eigin þjóðhátíð. Árið 1901 var aftur haldin þjóðhátíð í Eyjum og hefur síðan verið haldin nánast samfellt, einnig strax eftir eldgosið 1973. Íþróttir voru í fyrstu mjög áberandi og hefur bjargsig verið sýnt á hverri þjóðhátíð í rúm sjötíu ár. Frá því um 1920 hafa íþróttafélögin Þór og Týr annast hátíðina, allajafna sitt árið hvort. Árið 1996 voru Þór og Týr sameinuð og heldur hið sameinaða ÍBV þjóðhátíðina nú. Mikið er sungið og trallað í tjöldum í dalnum, dansað og setið að sumbli. Hátíðinni tengjast ýmis lög og eru kunnust skáld Árni úr Eyjum og Ási í Bæ en Oddgeir Kristjánsson ástsælastur tónskálda. Þjóðhátíðin hefur alla jafna verið haldin í Herjólfsdal, nema árin 1973-1976 meðan dalurinn var þakinn vikri eftir eldgosið. Á þeim árum var hátíðarsvæðið á Breiðabakka suður undir Stórhöfða. Svæðið hefur ávallt verið fánum og blómum skreytt og í seinni tíð hefur ákveðið þema verið rauður þráður í skreytingu mannvirkja. Flestir hátíðargestir hafa legið við í tjöldum þótt heimamenn fari heim og sofi úr sér þar.</div>