„Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 45:
LT tilkynnti verkefni um að lengja kerfið sem hét [[New Works Programme]] og fylgdi tilkynningu um endurbætur á Metropolitan-leiðinni. Lagt var fram að leiðirnar væru lengdar og rafmagnaðar og að fyrirtækið keypti leiðir frá öðrum járnbrautafyrirtækjum. Á fjórða og fimmta áratugum voru nokkrar leiðir keyptar og þeim var breytt í grunnar leiðir neðanjarðarlestakerfisins. Elsti hluti kerfisins sem ennþá er í notkun er hluti Central-leiðarinnar sem fer á milli [[Leyton (lestarstöð)|Leyton]] og [[Loughton (lestarstöð|Loughton]]. Þessi járnbraut var opnuð aðeins nokkrum árum fyrir neðanjarðarkerfið sjálft.
 
Við byrjun [[seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] drógust öll endurbótaverkefni á langinn. Frá miðju fimmta áratugsins voru margar stöðvar og göng kerfisins notaðar sem skjól frá [[Leifturstríðið|Leifturstríðinu]]. Um það bil 177.500 manns leituðu skjóls í neðanjarðarlestakerfinu og um 200.000 börn notuðu það til að komast upp í sveitina. Í fyrstu var fólki ekki leyft að leita skjóls í kerfinu en síðar buðu stjórnvöldin 22.000 rúmpláss, kamra og veitingaaðstöður. Eftir smástund voru það sérstakar stöðvar með bókasöfnum og kennslustofum notaðar fyrir [[kvöldskóli|kvöldskóla]]. Seinna í heimsstyrjöldinni voru sérstök skjól byggð undir átta neðanjarðarlestarstöðvum, hvert skjól gæti hýsað um 8.000 manns. Sumum stöðvum var breytt í ríkistjórnarskrifstofur en flesti þessara stöðva eru ekki lengur notaðar.
 
== Grunngerð ==