Munur á milli breytinga „Samband ungra jafnaðarmanna“

m
ekkert breytingarágrip
m
'''Samband ungra jafnaðarmanna''' (SUJ) var stofnað árið 1929 af Félögum ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Sambandið starfaði innan [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]]. Árið 1930 hafði FUJ-félögum fjölgað mjög um allt land. Á þingi SUJ á Siglufirði í september 1930 náðu kommúnistar meirihluta í sambandinu og í kjölfarið gekk það til liðs við [[Kommúnistaflokkur Íslands|Kommúnistaflokk Íslands]] sem stofnaður var síðar sama ár. Nafni sambandsins var breytt í Samband ungra kommúnista (SUK). Í kjölfarið klofnaði sambandið og jafnaðarmenn, með FUJ í Reykjavík og Hafnarfirði sem forystufélög, héldu áfram að starfa undir merkjum Sambands ungra jafnaðarmanna sem ungliðahreyfing Alþýðuflokksins.
 
Á sjöunda áratugnum efldist SUJ mjög. Þá gaf sambandið út tímaritið Áfanga. Margir af forystumönnum Alþýðuflokksins 1970-1990 komu úr þeim röðum, svo sem [[Sigurður Guðmundsson]], [[Karl Steinar Guðnason]], [[Björgvin Guðmundsson]], [[Sighvatur Björgvinsson]] og [[Árni Gunnarsson]].
SUJ varð nokkuð áberandi á árunum 1990-1995. Þá störfuðu innan þess níu félög, í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, Keflavík, Njarðvík og Grindavík, Akranesi, Ísafirði og á Austfjörðum. Á þessum árum markaði SUJ sér sérstöðu innan Alþýðuflokksins. SUJ var fyrst stjórnmálahreyfinga til að taka upp á stefnuskrá sína aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] árið 1990.
 
{{S|1929}}
2.416

breytingar