„Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 27:
 
=== Sameining ===
Á [[20. öld]] var það orðið vandamál fyrir ferðamennfarþega að sex aðskilin fyrirtæki voru að reka járnbrautirnar. Það var oft nauðsynlegt að ganga á milli stöðva til þess að skipta leið. Reksturskostnaðurinn var líka hár og mörg fyrirtæki báðu um fjárfestingu til þess að lengja leiðarnir sínar út á umhverfin og keypa rafmagnaðar lestir í stað fyrir gufuknúnar. Helsti viðskiptamaður þessara fyrirtækja var Bandaríkjamaðurinn [[Charles Yerkes]] sem fékk samning að byggja [[Charing Cross, Euston and Hampstead Railway]] (CCE&HR, í dag hluti Northern-leiðar) [[1. október]] [[1900]]. Fyrir mars 1901 hafði hann yfirtekið stjórn yfir District-fyrirtækinu sem gerði honum kleift að stofna Metropolitan District Electric Traction Company (MDET) 15. júlí sama ár. Með þessu fyrirtæki keypti hann [[Great Northern and Strand Railway]] og [[Brompton and Piccadilly Circus Railway]] september 1901, sem ríkisstjórnin hafði ennþá samþykkt að byggja. Hann keypti Baker Street & Waterloo Railway-verkefnið sem var á þrotum mars [[1902]]. GN&SR og B&PCR járnbrautirnar mynda núverandi [[Piccadilly-leið]]ina. Þann 9. apríl sama ár var MDET breytt í [[Underground Electric Railways Company of London]] (UERL). UERL átti þrjú [[sporvagn]]afyrirtæki og keypti [[London General Omnibus Company]] (''Almannastrætisvagnafyrirtæki Lundúnaborgar''). Þetta fyrirtæki var kallað „the Combine“ og var aðalfyrirtækið sem byggði járnbrautir í London þangað til fjórða áratugsins.
 
Með fjárfestingu frá Yerkes opnaði District-fyrirtækið nýja leið til [[South Harrow (lestarstöð)|South Harrow]] árið [[1903]] og lauk tengingunni við [[Uxbridge (lestarstöð)|Uxbridge-stöðina]] sem var í eigu Metropolitan-fyrirtækisins árið [[1904]]. Samt sem áður voru þjónustur ekki reknar á nýju leiðinni þar til [[1910]] vegna ágreinings milli fyrirtækjanna. Í dag eru þjónustur til Uxbridge á Piccadilly-leiðinni heldur en District-leiðinni. Fyrir lok [[1905]] voru allar leiðir í eigu District-fyrirtækisins og Inner Circle-leiðin rafmagnaðar.
 
[[Mynd:Tube map 1908-2.jpg|thumb|left|240px|Kort yfir kerfinu árið 1908.]]
Baker Street & Waterloo Railway var opnuð [[1906]] og stutt á eftir var nafninu breytt í [[Bakerloo-leið|Bakerloo]]. Fyrir [[1907]] hafði leiðin verið lengd í báðir áttir norður til [[Edgware Road (lestarstöð)|Edgware Road]] og suður til [[Elephant & Castle (lestarstöð)|Elephant & Castle]]. Nýja [[Great Northern, Piccadilly and Brompton Railway]] sem var útkoma tveggja verkefnanna sem MDET keypti árið september 1901 var líka opnuð síðar sama ár. Jarðgöngin voru 61 m undir jarðaryfirborðinu og leiðin fór frá Finsbury Park til Hammersmith. Sama ár var CCE&HR var líka opnuð frá [[Charing Cross (lestarstöð)|Charing Cross]] til [[Camden Town (lestarstöð)|Camden Town]] með tveimur leiðum fyrir norðan: ein til [[Golders Green (lestarstöð)|Golders Green]] og ein til [[Highgate (lestarstöð)|Highgate]] (nú heitir [[Archway (lestarstöð)|Archway]]).
 
Í byrjun [[1908]] var samþykkt milli járnbrautafyrirtækjanna að þau skyldu auglýsa þjónustur sínar með nafninu „the Underground“ til þess að laða að fleiri farþegum. Nýjar auglýsingar voru gefnar út og ókeypis bæklingur með leiðakort allra fyrirtækjanna var prentaður. Á kortinu voru Bakerloo Railway, Central London Railway, City & South London Railway, District Railway, Great Northern & City Railway, Hampstead Railway (stytting á CCE&HR), Metropolitan Railway og Piccadilly Railway. Aðrar leiðir voru á kortinu en voru ekki eins sjáanlegar og hinar. Vegna þess var nafnið „Underground“ notað á lestarstöðum í fyrsta sinn og rafknúnir miðasjálfssalar voru settir upp. Þessu fylgdi kynning táknsins sem heitir „the roundel“ á [[enska|ensku]], það er að segja velþekkta merkið sem er enn í notkun í dag. Myndhönnuðurinn [[Edward Johnston]] hannaði þetta tákn auk leturgerðar sem heitir Johnston Underground sem er ennþá notuð í öllum prentuðum efnum og á öllum skiltjum í kerfinu í dag. Tilraunir með nýju korti voru janúar [[1933], það var útlínukort hannað af [[Harry Beck]] og gefið út í bæklingum. Kortið varð strax vinsælt og er talið klassískt verk í [[grafísk hönnun|grafískri hönnun]]. Uppfærð útgáfa kortsins er ennþá í notkun í dag.
 
== Grunngerð ==