„Alþjóðahugverkastofnunin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:WIPO3.JPG|thumb|right|Höfuðstöðvar WIPO í Genf]]
'''Alþjóðahugverkastofnunin''' ([[enska]]: ''World Intellectual Property Organization'' eða '''WIPO''') er ein af 16 sérhæfðum stofnunum innan [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] með höfuðstöðvar í [[Genf]], [[Sviss]]. Stofnunin var sett á fót árið 1967 til að „hvetja sköpun og stuðla að vernd hugverkaréttinda[[hugverk]]aréttinda um allan heim“.
 
Aðildarríki WIPO eru 184 talsins eða nánast öll þau ríki sem eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Stofnunin hefur yfirumsjón með 24 alþjóðasamningum. Núverandi forstöðumaður er austurríski lögfræðingurinn [[Francis Gurry]] sem tók við embætti árið 2008. Stofnunin hefur nokkra sérstöðu meðal stofnana Sþ þar sem mest af tekjum hennar koma ekki frá aðildarríkjunum heldur í gegnum rekstur alþjóðaskrifstofu stofnunarinnar sem rekur kerfi fyrir beitingu hugverkaréttinda og skráningu hugverka ([[Samstarfssamningur um einkaleyfi]] (PCT), [[Alþjóðlegt skráningarkerfi vörumerkja]] (Madrídarkerfið) og [[Hagsamþykktin um alþjóðlega skráningu iðnhönnunar]] (Hag-kerfið)).
 
Forveri WIPO var alþjóðastofnunin ''Bureaux Internationaux Réunis pour la Protection de la Propriété Intellectuelle'' (BIRPI) sem var sett á stofn árið 1893 til að hafa umsjón með [[Parísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar]] frá 1883 og [[Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum|Bernarsáttmála til verndar bókmenntum og listaverkum]] frá 1886. Alþjóðahugverkastofnunin var stofnuð með [[Samningur um stofnun Alþjóðahugverkastofnunarinnar|Samningi um stofnun Alþjóðahugverkastofnunarinnar]] sem gekk í gildi árið 1970. Stofnunin varð ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna árið 1974.
 
* [[Hugverk]]
 
{{Sameinuðu þjóðirnar}}