„Stóuspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Stóuspeki''' eða '''stóismi''' er [[heimspekistefna]] sem kom fram í [[Aþena|Aþenu]] snemma á [[Helleníski tíminn|helleníska]] tímabilinu. Upphafsmaður hennar var [[Zenon frá Kítíon]].
 
Stóuspekin er ákaflega kerfisbundið heimspekikerfi. Hún leggur áherslu á sjálfsaga og [[hluttekningaleysi]] gagnvart [[tilfinning]]um. Henni svipar um margt til heimspeki [[Hundingjar|hundingja]] en Zenon var varð fyrir áhrifum frá þeirri heimspeki. Náttúruspeki stóumanna einkenndist af [[Efnishyggja|efnishyggju]] og [[algyðistrú]]. Mikilvæg stef í siðfræði stóumanna er skynsemishyggja þeirra, [[dygð]]ahugtakið og hugmynd þeirra um [[náttúrurétt]]. Stóumenn töldu að með því að lifa í samræmi við náttúruna og skynsemina gætu menn öðlast sálarró. Stóumenn náðu töluverðum framförum í rökfræði.
 
Stóuspekin varð langlíf heimspeki og naut töluverðra vinsælda bæði í [[Grikkland]]i og síðar í [[Rómaveldi]]. Helstu keppinautar hennar voru [[epikúrismi]] og akademísk [[efahyggja]].