„Dmítríj Medvedev“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Dagvidur (spjall | framlög)
Bætt við upplýsingum um einkahagi hans
Lína 56:
 
Sanngirni forsetakosninganna hefur orðið ýmsum vestrænum eftirlits- og embættismönnum ágreiningsefni. Þannig sagði fulltrúi Evrópuráðsins, Andreas Gross, að kosningarnar hafi „hvorki verið frjálsar né sanngjarnar“. Vestrænir eftirlitsmenn sögðu ójafna skráningu frambjóðanda óeðlilega og að Medvedev hefði einokað alla sjónvarpumfjöllun.
 
 
== Einkahagir ==
 
[[Mynd: Dmitry Medvedev and his wife Svetlana Medvedeva.jpg |thumb|right|300px| Dmitry Medvedev með eiginkonu sinni Svetlönu Medvedeva.]]
 
Nokkrum árum eftir útskrift úr framhaldsskóla giftist Medvedev giftist æskuvinkonu sinni og kærustu úr framhaldsskóla, Svetlönu Vladimirovna Medvedeva, Svetlana og hann eiga soninn Ilya (f. 1995).
 
Medvedev er mikill aðdáandi ensks rokks. Uppáhaldshljómsveitirnar eru Led Zeppelin, Black Sabbath, Pink Floyd og Deep Purple. Hann þykir álitlegur safnari upprunalegra vinyl platna þeirra og ku eiga allar upptökur Deep Purple. Hann sótti Deep Purple tónleika í Moskvu í febrúar 2008.
 
Þrátt fyrir þétta dagskrá tekur Medvedev alltaf klukkutíma á hverjum morgni og aftur að kvöldi í að synda 1.500 metra. Að auki lyftir hann lóðum. Hann skokkar, spilar skák og stundar jóga. Hann er líka aðdáandi fótboltaliðsins FC Zenit í Pétursborg. Og sem Moskvubúi styður hann fótboltaliðið PFC CSKA Moskva.
 
Hann er áhugaljósmyndari. Í janúar 2010, var ein ljósmynda hans seld á góðgerðaruppboði fyrir 51 milljón rúblur ($1.750.000 USD).
 
Medvedev heldur fiskabúr á skrifstofu sinni og fóðrar hann sjálfur. Hann á fresskött af Siberíukyni sem heitir Dorofei. Sá stóð í slagsmálum við kött nágrannans, Mikhail Gorbachev, þannig að gelda þurfti Dorofei.
 
Medvedev talar ágæta ensku, en vegna siðareglna talar hann eingöngu rússnesku í viðtölum.
 
 
== Útgáfa ==
 
Medvedev hefur ritað tveimur stuttar greinar um efni doktorsritgerðar sinnar í rússnesk lagatímarit. Hann er einnig einn höfunda kennslubókar um borgaraleg lög fyrir háskólaútgáfu árið 1991. Hann er höfundur kennslubókar fyrir háskóla sem heitir „Spurningar um þróun Rússlands“ og kom út árið 2007, og fjallar um hlutverk rússneska ríkisins í félagslegri stefnumótun og efnahagsþróun. Hann er einnig meðhöfundur bókarinnar „Athugasemd um alríkislög".
Í október 2008, setti Medvedev af stað [http://kremlin.ru/eng/sdocs/vappears.shtml kremlin.ru enskt video-blogg] á forsetavef sínum. Frá 21. apríl 2009 hafa vídeoblogg hans hafa einnig verið birt á "blog_medvedev" sem er opinbert „LiveJournal“ Kremlverja.
 
 
== Heimildir ==