„Bárður Snæfellsás“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bárður''' er aðalsöguhetja í fornsögunni [[Bárðar saga Snæfellsáss|Bárðar saga Snæfellsás]]s. Sagan er talin rituð á síðari hluta 14. aldar. Með sögunni hefst ný bókmenntagrein þ.e. [[fornaldarsögur|fornaldarsögurnar]] sem áttu sér fornar rætur í munnlegri frásögn. Þær eru fullar af kynjaverum og alls konar ýkjum, margar þeirra eru mjög ævintýralegar. Þessar sögur voru í blóma um aldarlok 13. aldar.
[[File:Bardur snaefellsas.JPG|thumb|Minnisvarði um Bárð Snæfellsás]]
[[Mynd:Bardur_snaefellsas.jpg|thumb|Minnisvarði um Bárð Snæfellsás]]
Bárður er í sögunni sagður sonur Dumbs konungs og Mjallar Snæsdóttur. Dumbur konungur var kominn af [[risi|risakyni]] í föurætt, en [[tröll]]um í móðurætt. Í arf hafði Dumbur fengið einkenni beggja. Hann var sterkur og vænn með þægilega skapsmuni. Hann gat því haft samskipti við mennska menn. Þetta hafði hann frá risunum í föðurætt. Úr móðurætt eða frá tröllunum hafði hann það að vera sterkur og stórvirkur, umskiptasamur og illskiptinn, ef honum líkaði ekki eitthvað. Bárður Dumbsson erfði alla þessa eiginleika frá föður sínum en einnig þá mannlegu frá móður sinni. Frá henni erfði hann einnig útlitið, en hann þótti með fegurri mönnum. Aðdragandi þess að Bárður hverfur í [[Snæfellsjökull|jökulinn]] og fær nafnið Snæfellsás er sá að Helgu dóttur hans rekur frá landinu á ísjaka. Þátt í þessu atviki áttu bróðursynir Bárðar. Hann barðist við bróður sinn og eftir það varð hann bæði þögull og erfiður í umgengni. Bárður gaf síðan jarðir sínar og kvaddi Sigmund vin sinn með þei orðum að sökum ættar sinnar og stórra harma ætti hann ekki skap með mönnum. Í sögunni er sagt að hann hafi flutt í stóran helli í jöklinum og það hafi verið meira í eðli hans að búa í hellum frekar en húsum.