„Gautaborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Diupwijk (spjall | framlög)
Diupwijk (spjall | framlög)
Lína 6:
Gautaborg rekur sögu sína aftur til [[12. öld|12. aldar]], en þá stóð kaupangur miklu ofar en nú og hélt áfram að færast til þar til borgin staðfestist. Á miðöldum var borgin [[Lödöse]] mikilvægur verslunarstaður og gluggi til vesturs, hún var um 40 kílómetra norður af núverandi Gautaborg upp með [[Gautelfur|Gautafljóti]] (Göta älv). Lengi vel var öll eða mest öll núverandi vesturströnd Svíþjóðar hluti af [[Noregur|Noregi]] (eða Dansk-norska ríkinu) allt fram á [[17. öld]]. Það var einungis í kringum árminni Gautafljóts sem Svíaríki náði fram að sjó vestanmegin. Margar tilraunir voru gerðar til að stofna bæi nær hafinu en Lödöse, en það var ekki fyrr en [[1621]] sem [[Gústaf II Adólf]] Svíakonungi tókst að stofna borgina Gautaborg á eyjunni Hisingen. Styrjaldir í kjölfarið leiddu til þess að [[Danmörk]] neyddist til að afsala sér [[1658]] héruðunum [[Halland]], suður af Gautaborg og [[Bohuslän]] norður af borginni fyrir utan [[Skánn|Skán]].
 
Það voru Hollendingar sem einkum settu svip sinn á hina núverandi Gautaborg í fyrstu. Enn sér þessa merki, því að hin eldri og meiri háttar hús eru með hollensku byggingarlagi, og sundin inni í borginni, svo sem [[StoreStora Hamnkanalen]] eru eftir hollenskri fyrirmynd. Þegar til þess er litið að í fyrstu bæjarstjórn Gautaborgar sátu 7 Svíar, einn Skoti og tíu Hollendingar, sést vel hvílík ítök Hollendingar höfðu í borginni. Hollendingar kölluðu einnig borgina um tíma: „Nýja Amsterdam“.
 
== Efnahagslíf ==