„Invader Zim“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: pl:Invader Zim
Bumbuhali (spjall | framlög)
m stafsetningarvillur o.fl., typos fixed: ennþá → enn þá using AWB
Lína 3:
{{spillir}}
 
Zim er [[geimvera]] af hinum mikla Irken kynþætti þar sem staða einstaklinga í samfélaginu ræðst af hæð þeirra. Yfir Irkenveldinu ríkja „hinir almáttugu Hæstu“ (''The Almighty Tallest'') sem eru tveir þegar þættirnir gerast þar sem þeir eru nákvæmlega jafn háir. Zim var sendur í útlegð til plánetunnar ''Foodcourtia'' þar sem hann skyldi verja afgangi ævi sinnar í að steikja hluti í refsingu fyrir að valda miklu tjóni í einni borg Irkenþjóðarinnar með risastóru [[vélmenni]]. Vélmennið var liður í mikilli herför sem kallaðist „Aðgerð: Yfirvofandi skapadómur I“ (''Operation Impending Doom I''), Zim var fullákafur og ræsti sitt vélmenni á meðan hann var ennþáenn þá staddur á heimaplánetu sinni.
 
Þegar Zim heyrir af yfirvofandi „Aðgerð: Yfirvofandi skapadómur II“ (''Operation Impending Doom II'') tekur hann þá ákvörðun að „hætta“ að vera útlægur, honum tekst að sleppa frá Foodcourtia og flýtir sér til að taka þátt í hinni „miklu úthlutun“ (''Great Assigning'') þar sem þeim bestu í her Irkenveldisins er úthlutað plánetum sem þeir eiga að ferðast til og reyna að falla inn í samfélag innfæddra, safna upplýsingum og undirbúa innrás. Zim nær að vera viðstaddur úthlutunina þar sem hann grátbiður hina hæstu um að úthluta sér plánetu. Til þess að losna við hann úthluta þeir Zim leyniplánetu (sem reyndar var bara tilviljanakenndur punktur í geimnum) sem reynist vera [[Jörðin]] þegar Zim kemst þangað eftir 6 mánaða ferðalag ásamt GIR, treggáfuðum vélmennisaðstoðarmanni sínum.