„Strandhögg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Strandhögg''' er skyndi[[árás]] af sjó á land, yfirleitt til að ræna kvikfé eða öðrum verðmætum og valda usla (tjóni). Strandhögg var áberandi í hernaðartækni [[víkingar|víkinga]]. Reyndu þeir að koma á óvart, ná miklum feng á skömmum tíma og hverfa svo á brott áður en heimamenn næðu að safna liði.
 
Stundum var orðið ''strandhögg'' notað um ránsfenginn sjálfan, til dæmis kvikfé sem rekið hafði verið til strandar og var yfirleitt slátrað þar, a.m.k. að hluta, og sett um borð í skipin sem vistir fyrir leiðangursmenn. Einnig gat verið um margs konar varning að ræða sem auðvelt var að flytja með sér og koma í verð. Á fyrri hluta [[víkingaöld|víkingaaldar]] tóku þeir stundum fólk til að selja á [[þrælahald|þrælamörkuðum]], bæði konur og karla.
 
[[Flokkur:Stríð]]