„Mosfellsbær“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 217.28.182.5 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Jóhann Heiðar Árnason
Lína 12:
| Þéttbýli = Mosfellsbær (íb. 7.303)
| Póstnúmer = 270
| Vefsíða = http://www.mosmosfellsbaer.is
}}
 
'''Mosfellsbær''' (einnig kallað '''Mosó''' í [[talmál]]i) er [[sveitarfélag]] sem liggur norðaustan við [[Reykjavík]].
 
Mosfellsbær er bæjarfélag um 8.600 íbúa sem er um 220 ferkílómetrar að stærð í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Byggðarþróun hefur verið ör síðustu árin og sífellt fleiri hafa sótt í þá góðu blöndu borgarsamfélags og sveitar sem þar er að finna. Skipulag tekur mið af fjölbreyttri og fallegri náttúru bæjarfélagsins. Þar eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
 
[http://www.mos.is/media/PDF/mos_kort.pdf Kort Af Mosfellsbæ] (.pdf - 3.1mb)
 
Mosfellsbær státar af talsverðri sérstöðu hvað snertir fjölbreytileika. Bæjarfélagið samanstendur af þéttbýliskjarna við Leirvog þar sem boðið er uppá nauðsynlega þjónustu, auk víðáttumikillar sveitar, svo sem í Mosfellsdal.
 
Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru almennt mikið útivistarfólk. Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæjarbúa, enda liggja reiðleiðir til allra átta. Gönguleiðir eru góðar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er aðstaða til íþróttaiðkana betri en í Mosfellsbæ. Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ, ásamt góðri aðstöðu fyrir fuglaskoðun í Leirvogi og við ósa Varmár og Köldukvíslar.
 
[http://www.mos.is/media/PDF/utivistarkort.pdf Útivistarkort] (.pdf - 1.8mb)
 
Náttúruperlur og sögulegar minjar eru víða í Mosfellsbæ, má þar nefna Tröllafoss, Helgufoss, Varmá, Mosfellskirkju og fornleifauppgröft við Hrísbrú í Mosfellsdal. Atvinnusaga bæjarins er einnig á margan hátt sérstök og má þar nefna viðamikla ullarvinnslu og kjúklingarækt sem starfsrækt hefur verið í bænum um langt skeið.
 
Menning hefur um langt árabil skipað stóran sess í sögu Mosfellsbæjar, þar sem helst má nefna búsetu Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, menningarminjar í Álafosskvos og fjölbreytt menningarlíf.<ref>www.mos.is</ref>
 
== Hvað er í boði í Mosfellsbæ? ==
Afþreyingarmöguleikarnir sem bjóðast í Mosfellsbæ eru afar fjölskylduvænir. Bærinn hefur uppá svo margt að bjóða og óþarfi að fara langt til að finna og upplifa Ísland í hnotskurn.
 
=== Dagsferð fyrir fjölskylduna ===
 
Skemmtileg dagsferð fyrir fjölskylduna gæti til að mynda hafist með góðri gönguferð hér í náttúrunni umhverfis bæinn. Það er mjög gaman að ganga upp með Varmánni þar sem stígar þræða sig í gegn um skóga og yfir brýr. Þeir sem vilja erfiðari gönguleið geta sett stefnuna á eitt af fellunum hér í kring, eða jafnvel gengið á Esjuna. Því næst mætti næra sig í fína bakaríinu okkar, Mosfellsbakarí, sem hefur margt gott á boðstólnum. Síðan má heimsækja Gljúfrastein í Mosfellsdal, heimili Halldórs Laxness, sem nú er orðið safn. Að því loknu væri gaman að fara í útreiðatúr frá Laxnesi, hestaleigunni í Mosfellsdal, og tilvalið væri að enda daginn í Lágafellslaug, sem er ný og glæsileg sundlaug með frábærri aðstöðu fyrir fjölskyldufólk, skemmtilegum rennibrautum, vaðlaugum og þar fram eftir götunum.
 
===Fjöldi gönguleiða===
 
Í Mosfellsbæ eru fjölmargar gönguleiðir af misjöfnum erfiðleikastigum Hægt er að finna greinargott kort af gönguleiðum á vef bæjarins. Fallegar gönguleiðir eru meðfram sjónum og ánum, bæði Varmá og upp með Köldukvísl. Mjög skemmtilegt er fyrir alla fjölskylduna að ganga á fjöllin og fellin umhverfis Mosfellsbæ og er hægt að velja fjöll sem hentar aldri og getu allra í fjölskyldunni. Þá er mjög gaman að ganga inn Mosfellsdal, til að mynda frá Gljúfrasteini, meðfram Köldukvísl og upp að Helgufossi og tekur um klukkutíma hvora leið.
 
===Tveir golfvellir===
 
Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ. Hlíðarvöllur við Leiruvog og Bakkakotsvöllur skammt hjá Mosfelli í Mosfellsdal. Á báðum völlunum er öflugt barna- og unglingastarf. Þá er í nýjasta hverfinu í Mosfellsbæ prýðisgóð sundlaug, Lágafellslaug sem tekin var í notkun fyrir fáum árum.
 
===Víkingaleikvöllurinn í Leirvogstungu===
 
Skiphóll – Víkingaleikvöllurinn við Kvíslartungu í Leirvogstunguhverfi - er með víkingaþema. Þar eru víkingaskip og víkingakastali sem hægt er að klifra í og ærslast. Heiti leiktækjanna á víkingavellingum eiga sér allar skírskotun í Íslendingasögur enda völlurinn í nálægð við söguslóðir. Nöfnin eru t.d. Skiphóll, Búakofi, Kolfinnsvígi, Ólafarsæti og Andríðsfley. Leikvöllurinn er staðsettur fyrir neðan Kvíslartungu sem er neðst í hverfinu. Þá er Stekkjarflöt leikvöllur í nálægð við Álafosskvos meðfram Varmá í Mosfellsbæ. Þar er stórt svæði með leiktækjum sem eru löguð að náttúrunni, þrautir og annað skemmtilegt að skátastíl fyrir eldri börnin.
 
===Útimarkaðir===
 
Á hverjum laugardegi frá miðjum júlí og fram í september er útimarkaður Mosskóga í Mosfellsdal sem skemmtilegt er heim að sækja, ekki síst í því skyni að upplifa stemninguna. Þar er fjölbreytt framboð af ýmsum varningi, lífrænt ræktuðu grænmeti af svæðinu, heimagerðar sultur, pestó og annað matarkyns, blóm, silungur úr Þingvallavatni og margt fleira. Síðustu helgina í ágúst ár hvert Mosfellingar síðan veglega fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; en á dagskránni eru tónleikar, markaðir, sölubásar, ratleikir, listflug, varðeldur og brekkusöngur, skrúðgöngur og margt fleira.<ref>www.mos.is</ref>
 
== Sundlaugar ==
Nokkrar [[Sundlaugar og laugar á Íslandi|sundlaugar]] fyrirfinnast í Mosfellsbæ, eins og [[Varmá|sundlaugin Varmá]] og [[Lágafellslaug]].
 
Lína 73 ⟶ 35:
 
== Tenglar ==
* [http://www.mosfellsbaer.is/Default.asp?Sid_Id=8258&tId=99&Tre_Rod=&qsr Mosfellsbær]
* [http://www.mos.is Vefur Mosfellsbæjar]
* [http://www.timarit.is/?issueID=421215&pageSelected=13&lang=0 ''Staldrað við í Mosfellshreppi''; grein í Morgunblaðinu 1972]
 
Lína 102 ⟶ 64:
[[sv:Mosfellsbær]]
[[uk:Мосфельсбаїр]]
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
<references/>