„Sigurboginn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: tl:Arc de Triomphe
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Sigurboginn''' ([[franska]]: ''Arc de Triomphe'') er minnisvarði í [[París]], [[Frakklandi]] og stendur hann í miðju [[Charles de Gaulle]]-torgs sem er einnig þekkt undir nafninu [[Place de l´Étoile]] eða ''Stjörnutorg''. Torgið er við vestari enda [[Champs-Élysées]]. Sigurboginn var reistur til að heiðra þá sem börðust fyrir [[Frakkland]] sérstaklega í stríðum [[Napóleons]]. Á innanverðum boganum og efst á honum eru nöfn allra herforingjanna sem börðust svo og nöfn á öllum stríðunum. Undir boganum er gröf hins óþekkta hermanns.
 
Sigurboginn er miðja hins sögulega áss ([L´Axe historique]]) en það er röð minnisvarða og breiðgatna á leið sem teygir sig frá hallargörðum [[Louvre]] að útjaðri [[Parísar]]. Minnisvarðinn var hannaður af [[Jean Chalgrin]] árið 1806 og á honum eru íkon sem sýna á víxl hetjuleg, nakin, frönsk ungmenni og skekkjaða þýska hermenn í herklæðum. Hönnunin lagði grunninn fyrir almenna minnisvarða með sigursælum, þjóðernissinnuðum skilaboðum, fram að [[fyrri heimsstyrjöld]].
Minnismerkið er 49,5 metra hátt, 45 metra breitt og 22 metrar á þykkt. Það er næst stærsti sigurbogi í heimi. Hönnun þess tók mið af hinum rómanska [[Arch of Titus]]. Sem dæmi um stærð Sigurbogans má nefna að þremur vikum eftir sigurgönguna í [[París]] 1919 sem markaði endalok fyrri [[heimstyrjaldarinnar]], flaug [[Charles Godefroy]] á [[Nieuport]] flugvél sinni gegnum bogann og var atburðurinn festur á filmu í fréttaskoti.