„Víkingaþing (ráðstefna)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Víkingaþing''' – '''Viking Congress''' – eru ráðstefnur eða þing um [[víkingaöld]]ina og skyld efni, sem eru nú haldnar á fjögurra ára fresti.
 
Hugmyndin að Víkingaþingunum kviknaði meðal starfsmanna [[Háskólinn í Aberdeen|Háskólans í Aberdeen]] um 1946. Var ætlunin að þar gætu fremstu fræðimenn frá [[Norðurlönd]]um og [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] komið saman til að fjalla um rannsóknir á víkingaöldinni. Fyrsta þingið var haldið í Leirvík á Hjaltlandi [[1950]], og var nafnið ''Viking Congress'' komið frá [[Eric Linklater]] í Orkneyjum. Fulltrúar Íslands á fyrsta þinginu voru [[Einar Ól. Sveinsson]] og [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]].
 
Víkingaþingin eru þverfaglegar ráðstefnur um víkingaöldina. Fjallað er um [[fornleifafræði]], [[sagnfræði]], [[textafræði]], [[örnefnafræði]], [[rúnafræði]] og aðrar greinar sem hafa þýðingu fyrir rannsóknir á þessu sviði. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Segja má að íslensk og norræn fræði séu áberandi þáttur Víkingaþinganna.