„Spænska erfðastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 2:
 
== Spænsku ríkiserfðirnar ==
[[Mynd:King_Charles_II_of_Spain.jpg|thumb|right|Andlát Karls 2. Spánarkonungs hratt styrjöldinni af stað.]]
Það hafði lengi verið ljóst að [[Karl 2. Spánarkonungur]] myndi ekki ríkja lengi og myndi ekki eignast afkomendur vegna veikinda hans. Það voru einkum hin austurríska grein [[Habsborgarar|Habsborgara]] og franska konungsættin, [[Búrbónar]], sem tókust á um ríkiserfðir á Spáni að Karli látnum. [[Loðvík erfðaprins (1661-1711)]] var sá sem átti mest tilkall til spænsku krúnunnar þar sem hann var eini lögmæti sonur [[Loðvík 14.|Loðvíks 14.]] og spænsku prinsessunnar [[María Teresa Spánarprinsessa|Maríu Teresu]] sem var eldri hálfsystir Karls. Auk þess var föðuramma hans [[Anna frá Austurríki]] systir [[Filippus 4. Spánarkonungur|Filippusar 4.]] föður Karls. Bæði María og Anna höfðu samt gefið eftir allt tilkall til ríkiserfða þegar þær giftust og auk þess var Loðvík ríkisarfi í Frakklandi sem hefði þýtt konungssamband milli heimsveldanna tveggja.