„Gossip Girl (sjónvarpsþáttur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 43:
'''Gossip Girl''' er [[Bandaríkin|bandarískur]] unglinga-drama [[sjónvarpsþáttur]],byggður á samnefndum bókaflokki eftir [[Cecily von Ziegesar]]. Þátturinn var búinn til af [[Josh Schwartz]] og [[Stephanie Savage]] og var hann frumsýndur á CW-stöðinni þann [[19. september]] [[2007]]. Hin alvitra og enn óséða ''Blaðurskjóða'' (e. Gossip Girl), sem [[Kristen Bell]] ljær rödd sína, talar inn á þættina, sem snúast um líf ríka og fordekraðra unga fólksins í Efri Austur-hluta (e. Upper East Side) [[Manhattan]] í [[New York]].
 
Þættirnir byrja þegar Serena van der Woodsen ([[Blake Lively]]) snýr aftur úr dularfullri dvöl sinni í heimavistarskóla í [[Cornwall]], [[Connecticut]]. Blair Waldorf ([[Leighton Meester]]), sem framleiðendurnir lýsa sem drottningunni í miðju skákspilinu þeirra, er æskuvinkona og einstaka sinnum óvinur Serenu, og drottningin í Constance Billards skólanum. Þættirnir fylgjast einnig með Chuck Bass ([[Ed Westwick]]), vonda stráknum í fína hverfinu, Nate Archibald ([[Chace Crawford]]), besta vini Chucks og öðrum persónum sem ekki búa á Manhattan: Dan Humphrey ([[Penn Badgley]]) sem er vinur Nates og á í „á/af“ sambandi við Serenu; Vanessa Abrams ([[JEssicaJessica Szohr]]), besta vinkona Dans; og systir Dans, Jenny Humphrey ([[Taylor Momsen]]).
 
==Framleiðsla==
Lína 74:
 
=== Þriðja þáttaröð 2009-10 ===
{{Aðalgrein|Gossip Girl (3. þáttaröð)}}
Þriðja þáttaröðin fylgist með Blair, Dan og Vanessu þegar þau byrja í NYU háskólanum ásamt kvikmyndastjörnunni Oliviu Burke ([[Hilary Duff]]) sem Dan á síðan í ástarsambandi við; Nate sem kemst inn í Columbia háskólann; Serenu sem tekur sér ársfrí frá skóla; Jenny þegar hún verður drottning Constance Billard skólans; og Chuck eftir að hann tekur við stjórntaumunum hjá fjölskyldufyrirtækinu, Bass Industries, ásamt stjúpmóður sinni, Lily van der Woodsen. Fyrstu þættirnir gerast í sumarfríinu, u.þ.b. viku fyrir skólabyrjun. Hlutverk Blaðurskjóðunnar minnkar í þáttaröðinni.
 
Lína 81:
Tíundi þáttur þáttaraðarinnar olli miklum deilum. Foreldrahópar hvöttu CW-stöðina til að hætta við að sýna þáttinn þar sem hann innihélt þríkant. Stöðin hunsaði þetta og tilkynnti að þátturinn yrði sýndur eins og upphaflega var áætlað.
 
[[Robert John Burke]] sem lék föður Chucks, Bart Bass, sneri aftur fyrir jóla-tengdan þátt í desember á meðan Desmond Harrington sneri aftur sem frændi Chucks, Jack Bass, og átti hann stóran söguþráð sem tengist öllum persónunum í seinni hluta þáttaraðarinnar sem hefur aftur mikil áhrif á samband Chucks og Blair sem snýst um Jack og fjarverandi móður Chucks, Evelyn Bass Fisher ([[Laura Harring]]) og um áætlun þeirra að ná Empire hótelinu af Chuck. Hann verður að lokum að gefa það eftir vegna ósannra orðróma sem frændi hans, Jack Bass, býr til um að Chuck hafi átt í ástarsamböndum við starfsliðið.
 
Þáttaröðin fylgdist mikið með þroskun Jenny Humphrey og hröpun hennar. Hún eyðir miklum tíma þáttaraðarinnar í að slíta sig frá Eric, fyrrum besta vini sínum, og að eltast við Nate, sem er hrifinn af Serenu. Við lok þáttaraðarinnar, vegna einnar nætur gamans með stjúpbróður sínum Chuck Bass og vandamáls með eiturlyf, senda faðir hennar og Lily hana til [[Hudson]], [[New York]] til að búa með móður sinni. Aðrir söguþræðir eru m.a. tilraun Chucks og Blairs og mistök þeirra í að eiga í góðu ástarsambandi; Dan og Vanessa reyna að þróa samband sitt úr vinskap í eitthvað meira; og tilraunir Serenu til að finna sjálfa sig í gegnum nýtt starf og stutt ástarsambönd við Carter, giftan frænda Nates, Tripp og að lokum Nate sjálfan.
 
===Fjórða þáttaröð 2010-11===
{{Aðalgrein|Gossip Girl (4. þáttaröð)}}
Þann [[16. febrúar]] 2010 tilkynnti CW-stöðin að sýningar á fjórðu þáttaröðinni myndu byrja haustið 2010.
Þann [[16. febrúar]] 2010 tilkynnti CW að samningar hefðu verið endurnýjaðir við þættina og færi fjórða þáttaröðin af stað haustið 2010. Það hefur verið staðfest að [[Taylor Momsen]] sem leikur Jenny Humphrey, verði fjarverandi meirihluta þáttarðarinnar. Það hefur einnig verið sagt að persóna [[Jessica Szohr|Jessicu Szohr]], Vanessa Abrams, verði einnig fjarverandi einhvern hluta þáttarðarinnar en orðrómur er uppi um að Vanessa fari til útlanda til að vinna fyrir [[CNN]]. En það er sagt að báðar persónur verði reglulegar í þáttunum. Taylor Momsen verður aðeins fjarverandi fram í nóvember. [[Leighton Meester]] sagði í viðtali að tökur myndu hefjast í París fyrir 4. seríuna. [[16. júní]] sagði Jessica Szohr að hún væri spennt fyrir fjórðu þáttaröðinni og þeirri stefnu sem þátturinn myndi taka eftir endinn í þriðju þáttaröðinni.
[[Taylor Momsen]] sem leikur Jenny Humphrey mun vera fjarverandi nokkurn hluta þáttaraðarinnar vegna tónleika hljómsveitar hennar, The Pretty Reckless. Það var seinna tilkynnt að hún yrði aðeins fjarverandi fyrri hluta þáttaraðarinnar og mun snúa aftur sem aðalpersóna í nokkra þætti.Það hefur verið staðfest að [[Taylor Momsen]] sem leikur Jenny Humphrey, verði fjarverandi meirihluta þáttarðarinnar. Kynningarmyndband fyrir þáttaröðina var sett á netið [[16. ágúst]] 2010 og bar það titilinn „Oh Mon Dieu“ („Guð minn góður“ á [[franska|frönsku]] og var aðeins á frönsku til að samræmast fyrsta þætti þáttaraðarinnar sem gerist í [[Frakkland|Frakklandi]].
 
Fyrri hluti þáttaraðarinnar snýst um Juliet Sharp ([[Kati Cassidy]]), leyndardómsfulla stúlku sem hefur uppi áætlun á móti Serenu. Seinni hlutinn mun byggja á nýlegu sambandi Serenu við Ben og jafnframt Chuck sem reynir að ná aftur stjórn á Bass Industries af Russell Thorpe. Það mun einnig vera fylgst með samböndum Chucks við bæði Blair og Rainu Thorpe og mun halda áfram að kanna versnandi þunglyndi Erics.
 
===Lok þáttanna===
Aðstandendur þáttanna hafa lýst því yfir að þeir hafi „ákveðinn endií huga“ og viti hvernig þættirnir muni enda, en ekki í nálægri framtíð.
 
== Heimildir ==
{{wpheimild | tungumál = en | titill = Gossip Girl (TV series)| mánuðurskoðað = júlífebrúar| árskoðað = 2010 2011}}
 
[[Flokkur:Gossip Girl| ]] [[Flokkur:Bandarískir sjónvarpsþættir]]